Móttöku- og kynningardagur samfélags- og mannréttindaráðs

Til félaga, félagasamtaka og bæjarstofnana sem hafa áhuga á að taka þátt í móttöku- og kynningardegi samfélags- og mannréttindaráðs

Staður og stund: Rósenborg, Skólastíg 2, laugardaginn 15. september frá kl. 13-16

Tilgangur: Að gefa nýjum og nýlegum íbúum Akureyrar tækifæri til að kynna sér æskulýðs-, íþrótta- og tómstundastarf fyrir alla fjölskylduna.

Hvernig: Fulltrúar frá félögum, félagasamtökum og bæjarstofnunum verða með upplýsingastöðvar þar sem fólki gefst kostur á að fá upplýsingar, munnlegar eða skriflegar, allt eftir því sem hentar.

Kl. 13.15 mun bæjarstjóri flytja ávarp en að öðru leyti verður ekki um formlegheit að ræða. Ef þið hafið áhuga á að hafa líflegt í kringum kynningarnar ykkar t.d. með söng, dansi eða upplestri er það velkomið :)

Undirbúningur: Mánudaginn 10. september frá kl. 13 til 17 er ykkur velkomið að koma við í Rósenborg til að skoða aðstæður og velja ykkur stað.

Boðsbréf verður sent nýjum íbúum ásamt því sem auglýst verður í staðarmiðlum.


Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan