Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Kvennafrídagurinn 24. október 2016

Kvennafrídagurinn 24. október 2016

Jafnréttisstofa í samstarfi við Akureyrarbæ boðar til baráttufundar á Hótel KEA Dagskrá fundarins má nálgast hér
Lesa fréttina Kvennafrídagurinn 24. október 2016

Nýtt netfang starfsmannaþjónustu fyrir almennar fyrirspurnir.

Stofnað hefur verið nýtt netfang til að einfalda samskipti starfsmanns og starfsmannaþjónustu. Hið nýja netfang er launadeild@akureyri.is og er starfsfólk hvatt til þess að nýta sér það.
Lesa fréttina Nýtt netfang starfsmannaþjónustu fyrir almennar fyrirspurnir.
Heilsupistill - kvef

Heilsupistill - kvef

Heilsuvernd hefur sent frá sér heilsupistil október mánaðar og að þessu sinni er umfjöllunarefnið kvef.
Lesa fréttina Heilsupistill - kvef

Vinabæjarráðstefna dagana 13. - 14. október

Dagana 13. og 14. október næstkomandi verður haldin norræn vinabæjarráðstefna hér á Akureyri. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er „Barnets sidste år í børnehaven - på vej i skolen“. Þetta er í fjórða sinn sem norræna ráðstefnan er haldin hér á Akureyri en aðrir þátttakendur eru leikskólakennarar frá vinabæjum Akureyrar í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð.
Lesa fréttina Vinabæjarráðstefna dagana 13. - 14. október
Eiríkur Björn

Akureyri verði kolefnishlutlaust sveitarfélag - hvatning frá bæjarstjóra

Bæjarstjórn hefur gert það að einu af meginmarkmiðum sínum að Akureyri verði kolefnishlutlaust sveitarfélag. Nú þegar er Akureyri einn umhverfisvænasti bær landsins og hefur ýmislegt verið gert til að stuðla að grænu og vænu samfélagi. Stefna bæjarstjórnar er að Akureyri verði orðin kolefnishlutlaus og helst gott betur en það árið 2030.
Lesa fréttina Akureyri verði kolefnishlutlaust sveitarfélag - hvatning frá bæjarstjóra
Endurskoðuð mannauðsstefna samþykkt í bæjarstjórn

Endurskoðuð mannauðsstefna samþykkt í bæjarstjórn

Þann 6. september síðastliðinn samþykkti bæjarstjórn endurskoðun á mannauðsstefnu Akureyrarbæjar með 11 samhljóða atkvæðum. Helsta breyting í endurskoðuninni er að þjónustustefna og velferðarstefna starfsmanna hafa nú verið sameinaðar mannauðsstefnunni, auk þess hefur köflum verið endurraðað og nokkrir þeirra styttir. Skilgreindir voru mælikvarðar sem notaðir verða til að veita stefnunni eftirfylgni. Tólf manna starfshópur vann að endurskoðuninni og óskaði eftir umsögnum frá stéttarfélögum, trúnaðarmönnum, fagnefndum og starfsfólki bæjarins. Gagnlegar umsagnir bárust sem nýttar voru til að bæta mannauðsstefnuna ennfrekar.
Lesa fréttina Endurskoðuð mannauðsstefna samþykkt í bæjarstjórn
Hópatilboð fyrir starfsfólk Akureyarbæjar

Hópatilboð fyrir starfsfólk Akureyarbæjar

Menningarfélag Akureyrar kynnir Handbendi - Brúðuleikhús, og hið frumsamda brúðuverk Engi, sem ætlað er börnum þriggja ára og eldri. Sagan er sögð með frumlegum, handgerðum leikbrúðum og sérsaminni tónlist eftir tónskáldið og söngvarann Paul Mosley. Höfundur verksins er Greta Clough. ENGI er sýnt í Samkomuhúsinu 24. september. Er ekki tilvalið að hefja menningarveturinn með börnunum á fallegu brúðuleikhúsi ?
Lesa fréttina Hópatilboð fyrir starfsfólk Akureyarbæjar
Langþráðum áfanga náð

Langþráðum áfanga náð

Í gær hófst alþjóðleg ráðstefna um þjónandi leiðsögn (Gentle Teaching) í Hofi á Akureyri. Rétt um 300 manns taka þátt í ráðstefnunni sem stendur yfir í þrjá daga. Ráðstefna hófst með ávarpi bæjarstjórans á Akureyri, Eiríks Björns Björgvinssonar, og síðan setningarávarpi Tim Jones forseta Gentle Teaching International samtakanna.
Lesa fréttina Langþráðum áfanga náð
NORAK starfsmannagolfmót Akureyrarbæjar og Norðurorku.

NORAK starfsmannagolfmót Akureyrarbæjar og Norðurorku.

S.l miðvikudag fór fram hið árlega NORAK starfsmannagolfmót Akureyrarbæjar í fjórða skiptið. Alls voru 50 skráðir til leiks sem er met þátttaka í mótinu sem fór fram við einstakri blíðu á Golfvellinum að Jaðri.
Lesa fréttina NORAK starfsmannagolfmót Akureyrarbæjar og Norðurorku.
Aukin hæfni - Aukin tækifæri - Fræðslusetrið Starfsmennt

Aukin hæfni - Aukin tækifæri - Fræðslusetrið Starfsmennt

Í dag stöndum við frammi fyrir stöðugri þekkingarleit þar sem allt breytist hratt. Þessi þekkingarleit getur tekið á sig margar myndir en ein þeirra er viljinn til þess að þroska sig áfram í starfi, auka færni sína og möguleika á vinnumarkaði. Ein leið að því marki er að sækja reglulega námskeið og þjálfun sem styrkir og eflir færni okkar á ólíkum sviðum sem nýtist í starfi. Fræðslusetrið Starfsmennt býður opinberum starfsmönnum upp á starfstengda símenntun og veitir stofnunum heildstæða þjónustu á sviði starfsþróunar.
Lesa fréttina Aukin hæfni - Aukin tækifæri - Fræðslusetrið Starfsmennt
Stundin er runnin upp - Jafnréttislög í fjörutíu ár

Stundin er runnin upp - Jafnréttislög í fjörutíu ár

Fimmtudaginn 15. september kl. 11:00 boða Jafnréttisstofa og Jafnréttisráð til ráðstefnu á Akureyri. Tilefnið er að fjörutíu ár eru liðin frá því fyrstu jafnréttislögin voru sett á Íslandi og fimm manna Jafnréttisráð var skipað til að annast framkvæmd laganna. Ráðstefnan er öllum opin.
Lesa fréttina Stundin er runnin upp - Jafnréttislög í fjörutíu ár