Langþráðum áfanga náð

Í gær hófst alþjóðleg ráðstefna um þjónandi leiðsögn (Gentle Teaching) í Hofi á Akureyri. Rétt um 300 manns taka þátt í ráðstefnunni sem stendur yfir í þrjá daga. Ráðstefna hófst með ávarpi bæjarstjórans á Akureyri, Eiríks Björns Björgvinssonar, og síðan setningarávarpi Tim Jones forseta Gentle Teaching International samtakanna.

Kristinn Már Torfason, varaforseti alþjóðasamataka GT, segir það langþráðan áfanga að halda ráðstefnu um þjónandi leiðsögn á Íslandi. Það væri afar mikilvæg hvatning að fá alla þessa erlendu gesti og finna svo mikinn áhuga og almenna þátttöku Íslendinga sem koma úr mörgum greinum velferðarþjónustunnar. Mikill fjölbreytileiki væri í dagskrá ráðstefnunnar í erindunum og ljóst að góður andi ríki hjá ráðstefnugestunum.

Fyrsti aðalfyrirlesari gærdagsins var Michael Vincent frá Bandaríkjunum sem fjallaði um stöðu hugmyndafræðinnar og framtíð. Að því loknu tóku við þrjár málstofur þar sem Sheldon Schwitek frá Bandaríkjunum, Karen Bojczuk frá Kanada, Sarah Adams og Sarah Dunn frá Bretlandi sögðu frá reynslu og helstu áherslum í vinnu sinni.

Eftir hádegishlé var næsti aðalfyrirlesari ráðstefnunnar, Simone Schipper frá Hollandi, sem ræddi um mikilvæg þess að leggja áherslu á tengsl og samskipti í vinnu með fólki.

Fyrsta ráðstefnudegi lauk með þremur málstofum þar sem Anna Marie Langhoff Nielsen frá Danmörku, Ingibjörg H. Stefánsdóttir, Íslandi og Andra Hall frá Bandaríkjunum, fluttu sín erindi.

Þátttakendum bauðst síðdegis í gær að hefja bæjarrölt á kráarkvöldi sem haldið var í samkomusal Öldrunarheimila Akureyrar í Hlíð þar sem stór hópur ráðstefnugesta skemmti sér ásamt heimilismönnum undir tónlist Akureyrskra tónlistarmanna.

Í dag, miðvikudag, hefst ráðstefnan með alþjóðlegu kaffi þar sem þátttakendur deila reynslu sinni og hugmyndum ásamt fjölbreyttum fyrirlestrum. Seinnipartinn fers stór hópur ráðstefnugesta í skoðunarferð til Mývatns að upplifa íslenska náttúru í allri sinni dýrð.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan