Aukin hæfni - Aukin tækifæri - Fræðslusetrið Starfsmennt

Í dag stöndum við frammi fyrir stöðugri þekkingarleit þar sem allt breytist hratt. Þessi þekkingarleit getur tekið á sig margar myndir en ein þeirra er viljinn til þess að þroska sig áfram í starfi, auka færni sína og möguleika á vinnumarkaði. Ein leið að því marki er að sækja reglulega námskeið og þjálfun sem styrkir og eflir færni okkar á ólíkum sviðum sem nýtist í starfi.

Fræðslusetrið Starfsmennt býður opinberum starfsmönnum upp á starfstengda símenntun og veitir stofnunum heildstæða þjónustu á sviði starfsþróunar.

Mannauðssjóður Kjalar og SFR hafa gert samning um fullan aðgang starfsmanna að námi og þjónustu hjá Starfsmennt, þeim að kostnaðarlausu. Einnig hefur Sveitamennt gert samning um greiðslu fyrir stofnana- og starfsgreinanám. Þá má sækja um starfsþróunarstyrki til Starfsþróunarsetur háskólamanna til að standa straum af kostnaði félagsmanna í BHM

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan