Vinabæjarráðstefna dagana 13. - 14. október

Dagana 13. og 14. október næstkomandi verður haldin norræn vinabæjarráðstefna hér á Akureyri. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er „Barnets sidste år í børnehaven - på vej i skolen“. Þetta er í fjórða sinn sem norræna ráðstefnan er haldin hér á Akureyri en aðrir þátttakendur eru leikskólakennarar frá vinabæjum Akureyrar í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð.

Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er Guðrún Alda Harðardóttir prófessor í leikskólafræðum og skólastjóri við leikskólann Aðalþing í Kópavogi. Erindi hennar ber nafnið „En teoretisk modell om förskolebarns möjligheter till lärande - exempel ifrån förskolan Aðalþing“
Ráðstefnan felur að auki í sér heimsóknir í leikskóla á Akureyri og í Eyjafjarðarsveit, þar sem sú nýbreytni er gerð að allar vinnusmiðjurnar tíu verða haldnar innan leikskóla. Þannig slá ráðstefnugestir tvær flugur í einu höggi, taka þátt í vinnustofum og skoða leikskóla í leiðinni. Kennarar frá Iðavelli, Hulduheimum, Kiðagili, Krummakoti, Lundarseli og Naustatjörn standa fyrir vinnusmiðjum hver í sínum skóla. Aðrir skólar hýsa vinnusmiðjur frá hinum norðurlöndunum. Leikskólinn Hlíðaból hýsir smiðu Álasunds. Vinnusmiðja Randers verður í Tröllaborgum. Pálmholt hýsir vinnusmiðju Västerås og kennarar frá Lahti halda sína vinnusmiðju í Hólmasól. Allir þessir leikskólar verða því opnir fyrir þátttakendur í vinnusmiðjunum. 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan