Hópatilboð fyrir starfsfólk Akureyarbæjar

Menningarfélag Akureyrar kynnir  Handbendi - Brúðuleikhús,  og hið frumsamda brúðuverk Engi, sem ætlað er börnum þriggja ára og eldri.  Sagan er sögð með frumlegum, handgerðum leikbrúðum og sérsaminni tónlist eftir tónskáldið og söngvarann Paul Mosley. Höfundur verksins er Greta Clough. ENGI er sýnt í Samkomuhúsinu 24. september. Er ekki tilvalið að hefja menningarveturinn með börnunum á fallegu brúðuleikhúsi ?

Miðaverð fyrir börn yngri en 12 ára er 1.600.- og fullt miðaverð er 3.200.- Fyrir Starfsfólk Akureyrarbæjar í hóp sem telur 10 manns eða fleiri er fullt miðaverð með 25% afslætti.

Brúðurnar í sýningunni eru handgerðar úr lífrænum efnum sem safnað var úr lifandi engjum, og í leikmyndinni eru lifandi plöntur sem vaxa, blómstra og breytast eftir því sem á sýninguna líður. Sýningin var frumflutt í London síðasta sumar og hefur verið sýnd um allt England síðan við frábærar viðtökur eins og sjá má hér:

„Algjörlega töfrandi upplifun…Brúðuhreyfingarnar eru fyrsta flokks, leikhópurinn er stjörnum prýddur…Óður til heims á hverfandi hveli… mjög áhrifamikið" (Total Theatre, London) 

„Unaðslegt verk, draumi líkast" (Curious Mum, London) 

„Fyrir börn verða leikhúsupplifanir ekki mikið betri." (Reviewsgate, London) 

Tíminn breytir öllu. Í mannlausri framtíð er það bara grasið sem man hvernig hlutirnir voru. Komdu að hitta dýrin og skordýrin sem bjuggu á enginu og sjáðu sögur þeirra vakna til lífsins. Brúðuleikhúsið Handbendi endurvekur brúðuleiksýningu fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Sagan er sögð með frumlegum, handgerðum leikbrúðum og sérsaminni tónlist eftir tónskáldið og söngvarann Paul Mosley sem hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda í Bretlandi fyrir plötur sínar.

Vinsamlega hafið samband við miðasöluna í Hofi, í síma 450 1000 eða á netfangið midasala@mak.is ef þið viljið nýta ykkur hóptilboðið

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan