Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Mynd: María Helena Tryggvadóttir

Afkoman betri en áætlanir gerðu ráð fyrir

Árshlutareikningur fyrir A-hluta Akureyrarbæjar fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2016 var lagður fram í bæjarráði í dag. Árshlutauppgjörið er óendurskoðað. Rekstrarniðurstaða A-hluta á fyrri hluta ársins var neikvæð um 155,3 milljónir króna en áætlun gerði ráð fyrir að rekstarhalli yrði 380 milljónir króna á tímabilinu. Afkoman er því nokkru betri en áætlun gerði ráð fyrir.
Lesa fréttina Afkoman betri en áætlanir gerðu ráð fyrir
Tilboð og afslættir til starfsmanna

Tilboð og afslættir til starfsmanna

Í starfsmannahandbók Akureyrarbæjar er að finna tilboðssíðu þar sem safnað er saman ýmsum tilboðum og afsláttum til starfsmanna. Þar má t.a.m. finna tilboð í eldsneyti, málningu, tölvur, líkamsrækt, sund og ýmislegt fleira. Starfsfólk er hvatt til að kynna sér tilboðin með því að smella á: TILBOÐ OG AFSLÆTTIR í starfsmannahandbókinni.
Lesa fréttina Tilboð og afslættir til starfsmanna
NORAK 2016 - starfsmannagolfmót Akureyrarbæjar og Norðurorku

NORAK 2016 - starfsmannagolfmót Akureyrarbæjar og Norðurorku

Mótanefnd NORAK og heilsuráð Akureyrarbæjar halda áfram að taka höndum saman og skipuleggja hið árlega starfsmannagolfmót Akureyrarbæjar og Norðurorku, NORAK 2016. Mótið fer fram miðvikudaginn 7. september og verður ræst af 1. teig kl. 16:30. Hægt er að koma óskum um rástíma til mótsstjórnar (sjá nánar í auglýsingu).
Lesa fréttina NORAK 2016 - starfsmannagolfmót Akureyrarbæjar og Norðurorku
25% afsláttur af grunnnámskeiði hjá Fenri MMA

25% afsláttur af grunnnámskeiði hjá Fenri MMA

Fenri MMA býður starfsmönnum Akureyrarbæjar að sækja grunnnámskeið á 25% afsláttarkjörum. Allar upplýsingar um námskeiðin og starfsemi Fenris er að finna á heimasíðunni www.fenrirmma.is. Athugið að til þess að nýta þetta tilboð er nauðsynlegt að skrifa 'Akureyri' í athugasemd við skráningu.
Lesa fréttina 25% afsláttur af grunnnámskeiði hjá Fenri MMA

Heilsupistill - 6 ráð að breyttum lífsstíl

Heilsuvernd hefur sent frá sér heilsupistil ágúst mánaðar og að þessu sinni eru gefin nokkur ráð til þeirra sem vilja breyta lífsstílnum.
Lesa fréttina Heilsupistill - 6 ráð að breyttum lífsstíl
Launaseðla er að finna á www.eg.akureyri.is

Launaseðla er að finna á www.eg.akureyri.is

Launaseðlar eru aðgengilegir rafrænt á starfsmannavef Akureyrarbæjar www.eg.akureyri.is
Lesa fréttina Launaseðla er að finna á www.eg.akureyri.is
Tillögur vinnuhóps um íbúalýðræði og gagnsæja stjórnsýslu

Tillögur vinnuhóps um íbúalýðræði og gagnsæja stjórnsýslu

Vinnuhópur um íbúalýðræði og gagnsæja stjórnsýslu skilaði tillögum sínum til bæjarráðs í júlí og munu niðurstöður vinnuhópsins verða teknar til umræðu í bæjarstjórn í september. Meðal þess sem vinnuhópurinn leggur til er:
Lesa fréttina Tillögur vinnuhóps um íbúalýðræði og gagnsæja stjórnsýslu
Þjónandi leiðsögn -  Ráðstefna í september

Þjónandi leiðsögn - Ráðstefna í september

Í 3. tbl. 2016 (76. árg.) tímaritsins Sveitarstjórnarmál rita Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar og Kristinn Már Torfason forstöðumaður Þrastarlundar og sambýlis að Jörvabyggð hjá búsetudeild og varaforseti Alþjóðasamtaka þjónandi leiðsagnar, grein um áherslur þjónandi leiðsagnar og alþjóðlega ráðstefnu sem haldin verður á Akureyri 13. til 15. september 2016.
Lesa fréttina Þjónandi leiðsögn - Ráðstefna í september

Heilsupistill um hreyfingu í sumarfríinu

Heilsuvernd hefur sent frá sér heilsupistil júlí mánaðar og að þessu sinni er umfjöllunarefnið hreyfing í sumarfríinu. Bent er á nokkrar skemmtilegar leiðir til að stunda hreyfingu í sumarfríinu. Endilega kynnið ykkur þessa stuttu samantekt.
Lesa fréttina Heilsupistill um hreyfingu í sumarfríinu
Öldrunarheimili Akureyrarbæjar auglýsa eftir körlum til umönnunarstarfa

Öldrunarheimili Akureyrarbæjar auglýsa eftir körlum til umönnunarstarfa

Öldrunarheimili Akureyrarbæjar (ÖA) auglýsa nú sérstaklega eftir karlmönnum til umönnunarstarfa. Markmið ÖA er að leiðrétta ójafnt kynjahlutfall starfsmanna á ÖA en karlkyns starfsmenn eru þar í miklum minnihluta.
Lesa fréttina Öldrunarheimili Akureyrarbæjar auglýsa eftir körlum til umönnunarstarfa
Sumarhátíð vinnuskólans

Sumarhátíð vinnuskólans

Vinnuskólanemar gerðu sér glaðan dag í Kjarnaskógi 7. júlí síðastliðinn. Það var ýmislegt brallað í skóginum fagra. Þar var keppt í strandblaki, stígvélasparki, kubb og þrautaboðhlaupum.
Lesa fréttina Sumarhátíð vinnuskólans