100 Ljósmyndabækur í Hofi

Ljósmyndarinn fangar augnablikið...
Ljósmyndarinn fangar augnablikið...

Amtsbókasafnið og Hof í ritlistarsamstarf Amtsbókasafnið og Menningarhúsið Hof vinna saman að dagskrá þar sem fjallað er um ritlist og bókmenntir á einn eða annan hátt.  Markmiðið með samstarfinu er meðal annars að auka sýnileika ritlistar og bókmennta í samfélaginu.

BÓKAHILLAN

Bókahillu hefur verið komið fyrir á veitingastaðnum í Hofi, 1862 Nordic Bistro, og geta gestir og gangandi gluggað í bækurnar í hillunni. Amtsbókasafnið sér um að fylla á hilluna en bókunum er skipt út mánaðarlega og í hverjum mánuði er ákveðið þema.

ljósmyndabækur í hofi

Í október er þemað; Ljósmyndabækur. Ljósmyndarinn er sífellt að velja.

Engin mynd verður aðeins tekin á einn veg. Hvort sem um er að ræða landslag, hóp manna, uppstillingu eða sögulegt minnismerki.

 Við dáumst að hæfni málarans til að tjá ákveðin hughrif í verkum sínum. Sama á við um góðan ljósmyndara og sígild ljósmynd verður ekki til af tilviljun. Birtan er fyrir öllu. Eðli hennar breytist með veðri, eyktum og árstíðum og oft er það birtan sem skilur á milli hversdagslegrar ljósmyndar og einstaks listaverks.

Ljósmyndun snýst um það að verðveita minningar og tjá hugmyndir og hugsanir.

Ljósmyndin geymir um ókomna tíð eitt andartak!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan