Listamaður til láns

Listamaður til láns
Listamaður til láns

Í einungis eina viku, frá fimmtudeginum 10. október til fimmtudagsins 17. október, verður mögulegt að fá lánaðann listamann á Amtsbókasafninu á Akureyri. Á sama hátt og bæjarbúar geta fengið lánaðar bækur, tímarit og DVD diska safnsins, verður mögulegt að leigja út danshöfundana Ásrúnu Magnúsdóttir og Palomu Madrid til heimila á Akureyri og á svæðinu í kring.

Listamaður að láni

Listamennirnir verða lánaðir út ásamt ákveðnum listaverkum sem þeir munu deila með lánþegunum. Við vinnslu þessara verka hafa þeir nýtt sér sína einstöku listrænu nálgun með það að markmiði að rannsaka og krafsa í staði, líkama og aðstæður hins hversdagslega lífs lántakendanna.

Verkefnið, sem ber heitið Listamaður til láns, er skipulagt af The Festival í samstarfi við Amtsbókasafn Akureyrar og er því listrænt stjórnað af Alexander Roberts. Verkefnið fór fram í Reykjavík í apríl síðastliðnum og vakti mikla lukku.

Þau listaverk sem bæjarbúar hafa tækifæri á að leigja út eru dansverkin Reykjavík Folk Dance Festival, þar sem Ásrún Magnúsdóttir dansari og danstilraunamaður mun kenna lánþegum nýjan þjóðdans sem hún samdi sem partur af Listamaður til láns í Reykjavík. Í Reykjavík óskaði hún eftir aðstoð við að semja og hanna nýjan þjóðdans - og nú er tími kominn til að færa dansinn til Akureyrar og þróa hann enn frekar með bæjarbúum!

Ásrún var tilnefnd til Grímunnar, Íslensku leiklistarverðlaunnanna sem ,,Sproti ársins” fyrir verkefnið.

Sænski danshöfundurinn Paloma Madrid býður síðan bæjarbúum upp á verkið Dance For Apartment. Lánþegar fá dansara heim til sín sem síðan skapa dansverk inn á heimilum þeirra og verða lánþegarnir sjálfir verða partur af verkinu.

Og spurningin sem stendur eftir er: Hver er dansarinn?

Dance for Apartment er þannig dansverk inn á heimilum bæjarbúa, sem fer fram í eldhúsinu, ganginum eða í stofunni. Langar þig að upplifa danssýningu á þínu eigin heimili?

Nú er tækifærið til að fá eina slíka lánaða á Amtsbókasafninu!

Verkin fara öll fram inn á heimilum lánþega og er enginn aðgangseyrir.

Mögulegt verður að bóka leigu á listamönnunum frá og með mánudeginum 7. október. Til að leigja út listamennina og verk þeirra er hægt að staðfesta bókun á Amtsbókasafninu, hringja í síma 693-3385 eða senda netpóst með bókun á thefestival@thefestival.is.

Frekari upplýsingar um verkefnið, sem og verk Ásrúnar og Palomu má finna á www.thefestival.is.

dans dans dans

Listamaður til láns á Akureyri er styrkt af Leikfélagi Akureyrar, Amtsbókasafninu á Akureyri, Kulturkontakt Nord og Ungu fólki í Evrópu.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan