Sænskur barna- og unglingabókahöfundur í heimsókn

Kim Kimselius
Kim Kimselius

Dagana 15. - 17. október á sænski rithöfundurinn Kim M. Kimselius stefnumót við yfir 300 grunnskólanemendur á Akureyri. Hún mun lesa upp úr bókum sínum og ræða við nemendur.

Norræna félagið á Íslandi stendur fyrir rithöfundaheimsókninni sem er samstarfsverkefni Norrænu félagana á öllum Norðurlöndunum og er tilgangur verkefnisins að auka þekkingu barna og unglinga á norrænum tungumálum.

Almenningi býðst að hitta rithöfundinn á Amtsbókasafninu þriðjudaginn 15. okt. kl. 16:30 - 17:30. Kim M. Kimselius mun lesa upp úr bókum sínum og ræða við gesti safnsis

Bækur Kim Kimselius

Rithöfundurinn Kim M. Kimselius ólst upp í Gautaborg í Svíþjóð en hefur búið í Blekinge frá árinu 1995. Fyrsta bók hennar, Aftur til Pompei, kom út í Svíþjóð árið 1997 og markaði upphafið að farsælum ferli hennar sem rithöfundur. Kim skrifar sögulegar ævintýrabækur fyrir börn og unglinga sem margir skólar nýta sér í sögukennslu. Lesendahópur hennar er stór og á öllum aldri.

Í Svíþjóð eru komnar út 28 bækur eftir Kim og eftirtaldar bækur hafa verið þýddar á íslensku: Aftur til Pompei (2009), Ég er ekki norn (2010), Bölvun faraós (2011), Fallöxin (2012) og Töfrasverðið (2013).

Nánari upplýsingar veitir María á Norrænu upplýsingaskrifstofunni í síma 4627000 og netfang mariajons@akureyri.is

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan