Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Nýjustu fréttir!

Dagblöðin

Við erum áskrifendur að öllum þeim dagblöðum sem gefin eru út á landinu. Öll eru þau aðgengileg á netinu og við getum nálgast þar greinar fyrir viðskiptavini okkar. Einnig viljum við benda á að mikið af eldri dagblöðum og tímaritum eru opin og aðgengileg fyrir almenning á timarit.is.
Lesa fréttina Dagblöðin
Besta leigan í bænum!

Þemamyndir ókeypis í mars og apríl

Það er nú ekki hátt verðið á útlánum á mynddiskum hjá okkur (100, 200 og 400 kr.) en í mars og apríl ætlum við að gera betur. Já, við ætlum hreinlega að ...
Lesa fréttina Þemamyndir ókeypis í mars og apríl
Orkneyjar

Fræðslukvöld um Orkneyjar

Norræna félagið stendur fyrir spennandi fræðslukvöldi um Orkneyjar á Amtsbókasafninu 11. mars kl. 20:00 – 22:00. Snillingarnir Jónas Helgason og Valdimar Gunnarsson munu fræða okkur um eyjarnar sem voru undir norrænni stjórn til ársins 1472. Þeir munu einnig segja stuttlega frá fyrirhugaðri sumarferð til Orkneyja.
Lesa fréttina Fræðslukvöld um Orkneyjar
Konur um konur frá konum til kvenna

Konur um konur

Í mars er þemað; Konur… Konur um konur frá konum til kvenna Allar eins ólíkar eins og þær eru margar – Fjölhæfar og fagrar fara þær um heiminn og láta til sín taka, hvort sem er á ritvellinum eða annarsstaðar. Hér er úrval bóka sem konur hafa skrifað um konur og/eða fyrir konur. Umfjöllunarefnin eru af ýmsum toga en gefa smá hugmynd um úrval fræðibóka eftir konur sem nálgast má á Amtsbókasafninu.
Lesa fréttina Konur um konur
Sandkorn í fjöru

Sandkorn í fjöru - Ljósmyndasýning

Sandkorn í fjöru - Ljósmyndasýning 3. - 30. mars. Hér sýnir Ásta Steingerður Geirsdóttir myndir sem teknar eru við sjávarsíðuna í og við Hafnarfjörð á bilinu janúar 2012 til febrúar 2014. Myndirnar eru til sölu, í svarthvítu eða lit, prentaðar á striga / ljósmyndapappír, í stærðinni 40x60 cm.
Lesa fréttina Sandkorn í fjöru - Ljósmyndasýning
Bókamarkaður í febrúar

Bókamarkaður 2015

Gamlar bækur og nýlegar bækur - Bækur sem við höfum afskrifað eða vinir okkar hafa gefið safninu - Barnabækur - Unglingabækur - Fræðibækur - Allskonar bækur - Úrvalið er mikið og alltaf má finna gullmola inni á milli. Við opnum mánudaginn 2. febrúar kl. 10:00!
Lesa fréttina Bókamarkaður 2015
Johannes Larsen á ferð um Ísland 1927 og 1930

Listamaður á söguslóðum - Fellur niður vegna veðurs!

Hlustið á rithöfundinn Vibeke Nørgaard Nielsen sem hafa kynnt sér sögu Johannesar Larsens mjög vel, segja frá ferðum þessa danska málara um Ísland 1927 og 1930. 11. febrúar 2015 á Amtsbókasafninu á Akureyri
Lesa fréttina Listamaður á söguslóðum - Fellur niður vegna veðurs!
Gamlar og góðar fræðibækur

Gamalt og gott

Í febrúar er þemað; Gamlar og góðar fræðibækur... Í hillum Amtsbókasafnsins má finna bækur á öllum aldri og af ýmsu tagi. Flestir skoða úrvalið á jarðhæðinni en færri vita að á efri hæðinni er lítil fjársjóðsgeymsla sem geymir allra handa bækur sem gefnar voru út fyrir 1980. Hér er úrval fræðibóka úr þessari ágætu geymslu sem gaman er að glugga í.
Lesa fréttina Gamalt og gott
Jonna er alltaf eitthvað að bauka...

Jonna safnari

Frá því að ég man eftir mér hef ég sankað að mér allskonar dóti og drasli. Sem barn var ég alltaf með alla vasa fulla af nöglum, bréfum, steinum og fleiru og fleiru og þessi söfnunarárátta hefur ekki elst af mér…
Lesa fréttina Jonna safnari
Bjartir dagar framundan :-)

Gleðilegt 2015!

Sól hækkar á lofti, jólabækurnar staldra örlítið lengur við í hillunum og við setjum okkur í stellingar fyrir komandi ár... - Við óskum öllum vinum okkar, nær og fjær, gleðilegs árs og hlökkum til þess að sjá ykkur sem oftast á þessu flotta ári sem er framundan!
Lesa fréttina Gleðilegt 2015!

Afgreiðslutími um jól og áramót

Afgreiðslutími Amtsbókasafnsins um jól og áramót
Lesa fréttina Afgreiðslutími um jól og áramót