Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Svavar Knútur í jólastuði :-)

Svavar Knútur með jólatónleika

Svavar Knútur, sem segja má að sé tengdasonur Amtsbókasafnsins, verður með ókeypis tónleika á Amtsbókasafninu á Þorláksmessu. Hann byrjar að spila kl. 17:00 og lofar ljúfum jólatónum :-) Kjörið til að hleypa jólaandanum inn í sálina og birgja sig upp af lesefni og myndefni fyrir þetta drjúga jólafrí. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!
Lesa fréttina Svavar Knútur með jólatónleika
Laufabrauðsgerð

Laufabrauð

Laufabrauð eður kökur af hveitideigi, vættu í sykurblandinni góðri mjólk eður rjóma, útskornar ýmislega, og soðnar í bræddu smjöri, eru svo algengin, að frá þeim þarf ekki meira að segja.
Lesa fréttina Laufabrauð

Skilafrestur framlengdur!

Kæru safngestir! Vegna færðarinnar í bænum okkar fallega þá viljum við láta ykkur vita að skilafrestur á öllum gögnum sem átti að skila 10.-12. desember...
Lesa fréttina Skilafrestur framlengdur!

Aldís Embla er Ungskáld Akureyrar

Úrslit í samkeppni akureyrskra ungskálda um skapandi skrif hafa nú verið kynnt og varð Aldís Embla Björnsdóttir hlutskörpust. Fyrir smásögu sína „Einræðisherra“ hlaut hún 50.000 krónur í verðlaun. Önnur verðlaun 30.000 kr. hlaut Kristófer Alex Guðmundsson fyrir ljóðabálk sinn „Brútháll“ og þriðju verðlaun 20.000 kr. Birna Pétursdóttir fyrir leikþáttinn „Bóhemíudrottningin“. Öll þrjú fengu þau ritverkið „Jónas Hallgrímsson – Ævimynd“ eftir Böðvar Guðmundsson að gjöf frá Menningarfélagi Hrauns í Öxnadal.
Lesa fréttina Aldís Embla er Ungskáld Akureyrar
Ást og rómantík í desember...

100 Ástarsögur í Hofi

Í desember er þemað; Ástarsögur - Hvað er yndislegra í skammdeginu en að hjúfra sig undir teppi með góða ástarsögu og heitt súkkulaði? Rómantískar ástarsögur þar sem hið fullkomna par þarf að yfirvinna ótal hindranir og leiðrétta misskilning á misskilning ofan áður en þau ná saman að lokum... Látum okkur dreyma – Það er yljar okkur um hjartaræturnar :-)
Lesa fréttina 100 Ástarsögur í Hofi

Ung skáld á Akureyri - Verðlaunaafhending

Í dag verða veitt verðlaun hér á Amtsbókasafninu í samkeppni ungskálda. Athöfnin hefst klukkan 17:00. Verk sigurvegarans verður lesið upp fyrir áheyrendur auk þess sem dómnefndin verður með örstutta umfjöllun um verk sigurvegaranna þriggja.
Lesa fréttina Ung skáld á Akureyri - Verðlaunaafhending
16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi

16 daga átak

HEIMILISFRIÐUR – HEIMSFRIÐUR OFBELDI GEGN FÖTLUÐUM KONUM Samverustund á Amtsbókasafninu í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi, laugardaginn 6. desember kl. 14:00. Embla Guðrúnar Ágústsdóttir verkefnastýra hjá Tabú fjallar um samfélagslega stöðu fatlaðra kvenna, birtingamyndir ofbeldis, helstu áhættuþætti og afleiðingar. Embla talar af eigin reynslu og veltir fyrir sér hvað sé til ráða.
Lesa fréttina 16 daga átak
Aðventa - Gunnar Gunnarsson

Aðventa

Icelandair hótel Akureyri og Amtsbókasafnið á Akureyri bjóða Akureyringum að hlusta á upplestur á Aðventu eftir Gunnar Gunnarsson. Þessi einstaka og töfrandi saga verður lesin þann 10. desember kl.16.00. Um lesturinn sér Vilhjálmur Bergmann Bragason leikskáld. Boðið verður uppá kakó og smákökur. Allir hjartanlega velkomnir!
Lesa fréttina Aðventa
Amtsbókasafnið á nóvember morgni

Allir lesa - Sigurlið

Amtsbókasafnið á Akureyri fékk í dag eftirfarandi skilaboð : Til hamingju! Liðið þitt, Amtsbókasafnið - Allir, bar sigur úr býtum í Opnum flokki, 10-29 í Allir lesa – landsleik í lestri. Við óskum ykkur innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur og þökkum kærlega fyrir þátttökuna. Viðskiptavinir okkar eru greinilega að standa sig í lestrinum Við þökkum öllum sem tóku þátt alveg innilega fyrir og óskum liðinu okkar til hamingju með árangurinn!
Lesa fréttina Allir lesa - Sigurlið
Steinunn Sigurðardóttir

Gæðakonur 14. nóvember kl. 12:00

Steinunn Sigurðardóttir kemur og kynnir nýja skáldsögu sína föstudaginn 14. nóvember kl. 12:00 - GÆÐAKONUR - María Hólm Magnadóttir, alþjóðlega virtur eldfjallafræðingur, er söguhetja í Gæðakonum, skáldsögu Steinunnar Sigurðardóttur sem Bjartur gefur út.
Lesa fréttina Gæðakonur 14. nóvember kl. 12:00
Ævar Þór Benediktsson

Þín eigin þjóðsaga 13. nóvember kl. 16:15

Þín eigin þjóðsaga er öðruvísi en allar aðrar bækur – hér ert þú söguhetjan og ræður ferðinni. Sögusviðið er heimur íslensku þjóðsagnanna og hætturnar leynast við hvert fótmál. Þú getur rekist á Djáknann á Myrká, séð stórhættulegar íslenskar hafmeyjur, glímt við sjálfan Lagarfljótsorminn og bjargað Karlssyni og Búkollu frá hræðilegustu tröllum sem sést hafa hér á landi! Ævar Þór mætir í sögustund á fimmtudaginn og kynnir þessa skemmtilegu bók!
Lesa fréttina Þín eigin þjóðsaga 13. nóvember kl. 16:15