Gamalt og gott

Gamlar og góðar fræðibækur
Gamlar og góðar fræðibækur

Amtsbókasafnið og Hof í ritlistarsamstarfi

Amtsbókasafnið og Menningarhúsið Hof vinna saman að dagskrá þar sem fjallað er um ritlist og bókmenntir á einn eða annan hátt.  Markmiðið með samstarfinu er meðal annars að auka sýnileika ritlistar og bókmennta í samfélaginu.

BÓKAHILLAN
Bókahillu hefur verið komið fyrir á veitingastaðnum í Hofi, 1862 Nordic Bistro, og geta gestir og gangandi gluggað í bækurnar í hillunni. Amtsbókasafnið sér um að fylla á hilluna en bókunum er skipt út mánaðarlega og í hverjum mánuði er ákveðið þema.

100 GAMLAR OG GÓÐAR FRÆÐIBÆKUR

Í febrúar er þemað; Gamlar og góðar fræðibækur...

Í hillum Amtsbókasafnsins má finna bækur á öllum aldri og af ýmsu tagi. Flestir skoða úrvalið á jarðhæðinni en færri vita að á efri hæðinni er lítil fjársjóðsgeymsla sem geymir allra handa bækur sem gefnar voru út fyrir 1980. Hér er úrval fræðibóka úr þessari ágætu geymslu sem gaman er að glugga í.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan