Ofurkonur

Amtsbókasafnið og Hof í ritlistarsamstarfi

Amtsbókasafnið og Menningarhúsið Hof vinna saman að dagskrá þar sem fjallað er um ritlist og bókmenntir á einn eða annan hátt.  Markmiðið með samstarfinu er meðal annars að auka sýnileika ritlistar og bókmennta í samfélaginu.

BÓKAHILLAN
Bókahillu hefur verið komið fyrir á veitingastaðnum í Hofi, 1862 Nordic Bistro, og geta gestir og gangandi gluggað í bækurnar í hillunni. Amtsbókasafnið sér um að fylla á hilluna en bókunum er skipt út mánaðarlega og í hverjum mánuði er ákveðið þema.

100 KVENHETJUBÆKUR

Skaltu það muna, vesæll maður … að kona hefur barið þig!

Í október er þemað; Kvenhetjur. Heillandi, kaldlyndar, ógnvekjandi, klókar, lífshættulegar, yfirnáttúrulegar og óútreiknanlegar

Haft hefur verið á orði að á bak við hverja ofurhetju sé aðgerðalítil kona – Þetta er ekki allskostar rétt og hér má sjá úrval vísindaskáldsagna og teiknimyndasagna sem sýna konur í hlutverki aðalsöguhetju. Storm, Psylocke, Jean Grey, Dazzler, Black Widow, Wonder Woman, Rogue, Catwoman, Emma Frost, Harley Quinn, Raven, Zatanna, Erza Scarlet, Asuna, Rias Gremory, Sinon, Katniss Everdeen, Sookie Stackhouse, Zoe, svo að nokkur nöfn séu nefnd! 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan