Aðstoð við íslensku fyrir skólakrakka

Það er gaman að lesa
Það er gaman að lesa

Lions klúbburinn Ylfa á Akureyri vann sl. vetur að því að aðstoða nemendur, sem ekki hafa íslensku að móðurmáli, við heimalestur. Við fengum aðstöðu á Amtsbókasafninu og vorum þar á þriðjudögum frá 16:30 – 17:30 og aðstoðuðum nemendur í 1. – 3. bekk við heimalestur.

Við erum nú að fara af stað með vetrarstarfið og ætlum að halda þessu verkefni áfram. Miðað er við að tvær úr klúbbnum verði á staðnum hvern þriðjudag og aðstoði þá sem þess óska.

Með þessu bréfi viljum við vekja athygli á þessu verkefni og biðja ykkur um að kynna það fyrir þeim sem gætu nýtt sér þetta og eiga börn í 1. – 3. bekk. Við vekjum athygli á því að þetta er ekki hugsað sem  almenn heimanámsaðstoð heldur fyrst og fremst stuðningur við lestur.

Við hefjum þetta starf þriðjudaginn 29. sept. nk.

Með góðum kveðjum,

fyrir hönd LIons klúbbsins Ylfu

Arna Tryggvadóttir, Fríða Pétursdóttir og Soffía Pálmadóttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan