Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Ferðafélag Akureyrar 80 ára

Ferðafélag Akureyrar 80 ára

Þann 8. apríl næstkomandi fagnar Ferðafélag Akureyrar 80 ára afmæli. Sama dag kl. 17.00 verður opnuð með viðhöfn sýning í anddyri Amtbókasafnsins með gömlum munum, skjölum og myndum úr sögu félagsins. Sýningin mun standa uppi í safninu allan aprílmánuð og gefst þá kærkomið tækifæri til að kynna sér þetta gamla og rótgróna félag og starfsemi þess. Þá verða haldnir þrír fyrirlestrar í kaffiteríu Amtbókasafnins í apríl um einstaka þættir í sögu félagsins. Munu allir fyrirlestrarnir hefjast kl. 20:00 og gefst þá í leiðinni tækifæri til að skoða afmælissýninguna og spjalla saman um gamla daga.
Lesa fréttina Ferðafélag Akureyrar 80 ára
Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn :-)

Gleðilegt sumar!

Lesa fréttina Gleðilegt sumar!
Bókaverðlaun barnanna 2016

Bókaverðlaun barnanna 2016

Árlega tilnefna börn á aldrinum sex til tólf ára bestu barnabækur ársins. Tilnefningarnar fara fram í grunnskólum og bókasöfnum um allt land. Veitt eru verðlaun fyrir eina frumsamda bók og aðra þýdda og fá höfundur og þýðandi þeirra bóka sem hljóta flest atkvæði að sjálfsögðu verðlaun. Verðlaunin eru veitt ár hvert á sumardaginn fyrsta við hátíðlega athöfn. Söfn um allt land taka þátt og bíða börn, bókaverðir og kennarar spennt eftir þessum viðburði.
Lesa fréttina Bókaverðlaun barnanna 2016
Gleðilega páska!

Gleðilega páska!

Kæru frábæru safngestir, lánþegar og aðrir: - Nú eru páskar framundan og meðfylgjandi auglýsing sýnir afgreiðslutímann hjá okkur um það leyti. Snjallræði: Komið þriðjudaginn 22. mars eða miðvikudaginn 23. mars og fáið lánaða venjulega kvikmynd. Í stað þess að hafa hana í 2 daga getiði haft hana í 6-7 daga!!! Eintómur gróði! smile emoticon Súkkulaðiegg og kvikmyndir/sjónvarpsefni = góð blanda!!!!!
Lesa fréttina Gleðilega páska!
Svuntur og kokkabækur í mars

Svuntur og kokkabækur

Svuntur og kokkabækur - Tvær vinkonur sýna hér skemmtilegt safn af sögulegum svuntum og merkilegum kokkabókum sem þær hafa sankað að sér í gegnum árin.
Lesa fréttina Svuntur og kokkabækur
Gegnir.is kominn í nýjan búning

Gegnir.is í nýjum búningi

Í gær var nýr vefur, gegnir.is í leitir.is opnaður á slóðinni http://leitir.is/Gegnir. Einnig er hægt að komast á vefinn með því að slá inn http://gegnir.is upp á gamla mátann. Nýi vefurinn er gerður í sama umhverfi og leitir.is en hann hefur eigið útlit og á honum er aðeins leitað í safnkosti Gegnis.
Lesa fréttina Gegnir.is í nýjum búningi
Brunasandur - yngsta sveit á Íslandi

Brunasandur - yngsta sveit á Íslandi

Brunasandur í Vestur-Skaftafellssýslu er lítið byggðarlag sem varð til í kjölfar Skaftáreldanna 1783-84. Eldurinn eyddi og brenndi en þarna breytti hann landsháttum til muna þannig að þar sem áður flæmdist jökulvatn um eyðisanda varð lífvænlegt umhverfi í skjóli hraundyngjunnar og sérstæð byggð varð til.
Lesa fréttina Brunasandur - yngsta sveit á Íslandi
Brunasandur

Brunasandur og Ofríki

Brunasandur í Vestur-Skaftafellssýslu er lítið byggðarlag sem varð til í kjölfar Skaftáreldanna 1783-84. Eldurinn eyddi og brenndi en þarna breytti hann landsháttum til muna þannig að þar sem áður flæmdist jökulvatn um eyðisanda varð lífvænlegt umhverfi í skjóli hraundyngjunnar og sérstæð byggð varð til. Níu fræðimenn á sviði sagnfræði, þjóðfræði, fornleifafræði, líffræði og jarðfræði tóku sig saman um að kafa í sögu og samtíma hinnar ungu sveitar og gera ýtarlegar rannsóknir á mótun lands og samfélags. Árangurinn er óvenjulegt rit, fagurlega úr garði gert, sem vekur áhuga og vísar leiðina í umhyggju og nálgun við landið okkar. Hiklaust má segja að þarna séu farnar nýjar leiðir í rannsóknum á íslenskrar byggðasögu
Lesa fréttina Brunasandur og Ofríki
Alþjóðadagur móðurmálsins 21. febrúar

Þitt mál – mitt mál – okkar mál

Í febrúar fögnum við fjölbreytileikanum og tileinkum mánuðinn hinum ýmsu tungumálum sem töluð er á Akureyri – Við sýnum þýðingar á sögu Andra Snæs Magnasonar af bláa hnettinunum en sagan hefur komið út í yfir 30 tungmál. Mismunandi útgáfur á ólíkum tungumálum sýna vel þann skemmtilega mun sem er á málum okkar og letri
Lesa fréttina Þitt mál – mitt mál – okkar mál
Endurvinnsla - Endursköpun

Endurskapandi bækur

Í febrúar er þemað; Endurnýting… Með því að breyta og bæta má gefa gömlum hlutum nýtt líf! Hér í eina tíð þótti endrvinnsla og endurnýting sjálfasagt mál. Engu var hent, timbur skafið, brúsar skolaðir, stoppað í sokka og saumað upp úr gömlum flíkum. Nú er öldin önnur og bara keypt nýtt ef eitthvað bilar... Hér er úrval bóka sem hvetja til endurnýtingar og til þess að virkja ímyndunaraflið þegar kemur að endurbótum eða endurvinnslu.
Lesa fréttina Endurskapandi bækur
Bókamarkaður í janúar 2016

Bókamarkaður 2016

Við hefjum árið með glæsilegum bókamarkaði! Gamalt og nýtt og gersemar í bland - Opið 10:00-19:00!
Lesa fréttina Bókamarkaður 2016