Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Knipl

Kniplkonur kynna knipl

Kniplkonur á Akureyri ætla að kynna og sýna handverk sitt klukkan 13:00-16:00 fimmtudaginn 25. og föstudaginn 26. ágúst nk.
Lesa fréttina Kniplkonur kynna knipl
Þetta vilja börnin sjá í ágúst

Þetta vilja börnin sjá!

Í ágúst opnar sýningin Þetta vilja börnin sjá! en þar verða sýndar myndskreytingar í íslenskum barnabókum eftir 20 myndlistarmenn sem gefnar voru út á árinu 2015.
Lesa fréttina Þetta vilja börnin sjá!
Orðlist í júlí

This is Ós - Þetta er Us

„We are Ós / Þetta er us“ Orðlistasýningin „We are Ós / Þetta er us“ er einn spennandi liður í því að fagna 100 ára kosningarétti kvenna á Íslandi í ár. Hugmyndin að baki sýningunni byggir á nýrri nálgun þar sem tungumál og bakgrunnur allra rithöfunda er velkomin; raddir sem ekki hafa áður heyrst í íslenskum bókmenntun. Á sýningunni gefur að líta brot eða fullunnin verk, eitt frá hverjum af þeim níu rithöfundum sem stofna Ós Pressuna. Þær koma frá Íslandi, Póllandi, Bandaríkjunum, Ástralíu, Skotlandi, Brasilíu og Kanada.
Lesa fréttina This is Ós - Þetta er Us
Jónsmessuvaka 2016

Jónsmessuvaka 23. júní

Okkar framlag til Jónsmessuvöku á Akureyrir er hinn hæfileikaríki Vilhjálmur Bergmann Bragason. - Hann les úr nýjum og eldri verkum í bland, t.d. nýja leikverkinu sem Nýræktarsjóður styrkir og síðan mun hann mögulega fara með einhver gamanmál og jafnvel tónlist - Við byrjum kl. 17:00 fimmtudaginn 23. júní og þið eruð öll velkomin :-)
Lesa fréttina Jónsmessuvaka 23. júní
Vaka - Þjóðlistahátíð

Samspilastund og málþing

Samspilastund í hádeginu á fimmtudag í tengslum við Vöku, þjóðlistahátið - Komdu að spila og syngja með listamönnum Vöku eða bara hlýða á og fá þér góðan hádegisverð. Amtsbókasafnið, kl. 12:30 - 13:30
Lesa fréttina Samspilastund og málþing
Bókverk í júní

Arkir - Endurbókun

Á sýningunni ENDURBÓKUN má sjá brot af verkum úr smiðju ARKA, hópi ellefu listakvenna sem stunda bókverkagerð. Öll verk á sýningunni eiga það sameiginlegt að vera unnin úr gömlum bókum. Flestar þeirra voru fengnar hjá bókasöfnum, en bókasöfn afskrifa árlega nokkurn fjölda bóka til frekari útlána. Þessar gömlu bækur, sem lokið hafa hlutverki sínu, hafa öðlast nýtt líf í einstæðum listaverkum.
Lesa fréttina Arkir - Endurbókun
Lestur er bestur í sumarlestri :-)

Sumarlestur 2016

Akureyri - bærinn minn. Lestrarhvetjandi námskeið fyrir börn í 3. og 4. bekk í samstarfi Amtsbókasafnsins og Minjasafnsins á Akureyri
Lesa fréttina Sumarlestur 2016
Amtsbókasafnið hálf-lokað 27. maí til kl. 13:00

Amtsbókasafnið hálf-lokað 27. maí til kl. 13:00

Starfsmenn Amtsbókasafnsins á Akureyri ætla að viða að sér enn meiri fróðleik á svokölluðum fræðslumorgni starfsfólks safnsins. Hann verður haldinn föstudagsmorguninn 27. maí og verður safnið þar af leiðandi ekki opið fyrir útlán fyrr en kl. 13:00.
Lesa fréttina Amtsbókasafnið hálf-lokað 27. maí til kl. 13:00
Takk fyrir allar góðu stundirnar!

Síðasta sögustundin

Fimmtudaginn 12. maí var síðasta sögustundin hjá okkur fyrir sumarfrí. Þetta var einnig síðasta sögustundin sem Herdís Anna, barnabókavörður sá um hérna hjá okkur en hún er því miður að hætta hjá okkur.
Lesa fréttina Síðasta sögustundin
Sumarið og sólin :-)

Sumarið er tíminn!

Með hækkandi sól skerðist afgreiðslutíminn hjá okkur örlítið. Aðalbreytingin eins og fyrri ár er sú að lokað verður á laugardögum.
Lesa fréttina Sumarið er tíminn!
Kílómarkaður í maí

Fatamarkaður

Rauði krossinn og Amtsbókasafnið slá upp fatamarkaði í maí - Vortíska fyrri ára seld á vægu verði - 1000 kr fyrir 1000 gr af fötum!
Lesa fréttina Fatamarkaður