Endurskapandi bækur

Endurvinnsla - Endursköpun
Endurvinnsla - Endursköpun

Amtsbókasafnið og Hof í ritlistarsamstarfi

Amtsbókasafnið og Menningarhúsið Hof vinna saman að dagskrá þar sem fjallað er um ritlist og bókmenntir á einn eða annan hátt.  Markmiðið með samstarfinu er meðal annars að auka sýnileika ritlistar og bókmennta í samfélaginu.

BÓKAHILLAN
Bókahillu hefur verið komið fyrir á veitingastaðnum í Hofi, 1862 Nordic Bistro, og geta gestir og gangandi gluggað í bækurnar í hillunni. Amtsbókasafnið sér um að fylla á hilluna en bókunum er skipt út mánaðarlega og í hverjum mánuði er ákveðið þema.

100 ENDURSKAPANDI BÆKUR

Í febrúar er þemað; Endurnýting…

 Með því að breyta og bæta má gefa gömlum hlutum nýtt líf!

Hér í eina tíð þótti endrvinnsla og endurnýting sjálfasagt mál. Engu var hent, timbur skafið, brúsar skolaðir, stoppað í sokka og saumað upp úr gömlum flíkum.

Nú er öldin önnur og bara keypt nýtt ef eitthvað bilar...

Hér er úrval bóka sem hvetja til endurnýtingar og til þess að virkja ímyndunaraflið þegar kemur að endurbótum eða endurvinnslu.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan