Brunasandur - yngsta sveit á Íslandi

Í Amtsbókasafninu á Akureyri,
laugardaginn 12. mars kl. 14:00

 

Brunasandur og Ofríki

 

Brunasandur

Brunasandur í Vestur-Skaftafellssýslu er lítið byggðarlag sem varð til í kjölfar Skaftáreldanna 1783-84. Eldurinn eyddi og brenndi en þarna breytti hann landsháttum til muna þannig að þar sem áður flæmdist jökulvatn um eyðisanda varð lífvænlegt umhverfi í skjóli hraundyngjunnar og sérstæð byggð varð til. Níu fræðimenn á sviði sagnfræði, þjóðfræði, fornleifafræði, líffræði og jarðfræði tóku sig saman um að kafa í sögu og samtíma hinnar ungu sveitar og gera ýtarlegar rannsóknir á mótun lands og samfélags. Árangurinn er óvenjulegt rit, fagurlega úr garði gert, sem vekur áhuga og vísar leiðina í umhyggju og nálgun við landið okkar. Hiklaust má segja að þarna séu farnar nýjar leiðir í rannsóknum á íslenskrar byggðasögu.


 

Ofríki

Fyrir liðlega einni öld gerði bóndinn á Randversstöðum í Breiðdal uppreisn gegn yfirvöldum í Breiðdalshreppi. Ástæðan var sú að yfirvöldin komu í veg fyrir að geðsjúk eiginkona hans fengi að leita sér lækninga og reyndu í framhaldinu að bola honum burt úr héraðinu. Ofríki er mögnuð saga frá umbrotaskeiði í lífi þjóðarinnar þegar hillir undir nýja tíma og ný viðhorf, meðal annars með stofnun Kleppsspítala í Reykjavík, en framkoma við fátæklinga ræðst þó enn af gamalgróinni vinnukergju stórbænda, þar sem smælingjarnir mega sín lítils gagnvart ofríkinu. Barátta Ólafs Ásgrímssonar er merkileg fyrir þær sakir að hann veitti yfirvöldunum svo harðsnúið viðnám að þau þurftu að beita öllum tiltækum lagakrókum til að koma honum undir, eins og lesa má í þeim 140 málsskjölum sem lögð voru fyrir sýslumann Vestur -Skaftafellssýslu til úrskurðar 1918. Það var fáheyrt að fátækur alþýðumaður risi upp gegn yfirvöldunum.
Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan