Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Fáðu fréttir af nýjum bókum og viðburðum!

Nýr póstlisti

Kæra viðskiptavinir Nú gerum við tilraun með póstlista fyrir okkur og ykkur. Skráning á póstlistann er einföld – Skráið netfangið í ramman hér til hægri og smellið áfram – Til að byrja með verður póstlistinn notaður fyrir léttar fréttir af starfsemi okkar en ef áhugi er fyrir hendi má vel sjá fyrir sér sérhæfða lista þar sem fólk fær upplýsingar um tiltekið efni. Prófið endilega🙂
Lesa fréttina Nýr póstlisti
Bleikur október

Bleikur október

Við ætlum að vera blússandi bleik í október og flagga öllum okkar bleiku skruddum ásamt ýmsu öðru dömulegu efni. Heiðursgestur mánaðarins er Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis.
Lesa fréttina Bleikur október
Gæðastund í bókaklúbbi

Bókaklúbbur!!!

Leshringur Amtsbókasafnsins hefst 10. október kl. 17:30. Ef þú hefur áhuga á að kynnast nýjum bókum, ræða bækur við annað fólk og kafa örlítið í uppbyggingu bókarinnar og karakterana, þá endilega hafðu samband við thuridurs@akureyri.is - Leshringurinn er öllum opinn og allir velkomnir!
Lesa fréttina Bókaklúbbur!!!
Bækur fyrir alla!

Bók í mannhafið

Taktu bók með þér heim og settu nýja í staðinn! Verkefnið „Bók í mannhafið“ hefur nú tekið sér bólfestu í bókahillunni í Hofi. Þar er nú mikið úrval bóka sem fólk á öllum aldri getur tekið með sér heim, lesið og komið síðan aftur í umferð.
Lesa fréttina Bók í mannhafið
Opið laugardaginn 1. október!

Við förum í fróðleiksferð...

... og þurfum þess vegna að loka bókasafninu kl. 16:00 í dag, miðvikudag. Það verður líka lokað á morgun fimmtudag og á föstudaginn en síðan mætum við hress og kát á laugardaginn 1. október kl. 11:00!
Lesa fréttina Við förum í fróðleiksferð...
Skoppað á bókasafnið!

Skoppað á bókasafnið

Skoppaðu á bókasafnið laugardaginn 24. september 2016 kl. 14:00-16:00 - Verið velkomin :-)
Lesa fréttina Skoppað á bókasafnið
Nú er opið á laugardögum!

Vetrarafgreiðslutími

Þegar dagarnir styttast og plúsgráðunum fækkar förum við aftur að hafa opið á laugardögum. Að öðru leiti er afgreiðslutíminn óbreyttur. Velkomin!
Lesa fréttina Vetrarafgreiðslutími
LM3200 komin í gagnið!

Nýjar sjálfsafgreiðsluvélar

Þann 16. ágúst síðastliðinn tókum við í gagnið nýjar og nútímalegar sjálfsafgreiðsluvélar. Þær eru af gerðinni LM3200 og búnar notendavænum Library Mate hugbúnaði. Gömlu vélarnar höfðu þjónað okkur vel í 10 ár og því kominn tími á ný og betri tæki. Fyrir ykkur, viðskiptavinir góðir, ætti breytingin ekki að hafa mikil áhrif nema til hins betra og útlán ættu að verða enn einfaldari og þægilegri. Ef eitthvað er óljóst hvetjum við ykkur til að bera upp spurningar og leita aðstoðar hjá okkur. Okkur þykir fátt skemmtilegra en að rétta fram hjálparhönd :-)
Lesa fréttina Nýjar sjálfsafgreiðsluvélar
Hamingjan er bókamarkaðurinn okkar :-)

Bókamarkaður í september

Frábæri bókamarkaðurinn okkar er kominn á fullt skrið og verður út september. Bækur - Tímarit - DVD - Fornrit - Ritsöfn - Allt á gjafaverði! - Komdu og gerðu góð kaup !!!
Lesa fréttina Bókamarkaður í september
Lestur er bestur!

Bókasafnsdagurinn 8. september

"Bókasafnsdagurinn 2016: Lestur er bestur - út fyrir endimörk alheimsins" verður haldinn 8. september. - Hér á Amtsbókasafninu verður gestum og gangandi boðin leiðsögn um hina ýmsu afkima safnsins og fólki gefinn kostur á að skoða hillur og ganga sem alla jafna eru lokuð almenningi. Við förum með hópa kl. 13:00, 15:00 og 17:00
Lesa fréttina Bókasafnsdagurinn 8. september
Nýtt púsl fyrir þitt gamla...!

Skipti-Púsla-Markaður

Viltu losna við gamla púslið og fá nýtt í staðinn? Tækifærið er núna! Laugardaginn 27. ágúst – Akureyrarvaka – verður skiptipúslamarkaður á Amtsbókasafninu milli kl. 13:00 og 17:00 Þú kemur með eitt, tvö eða þrjú púsl og tekur önnur í staðinn – Nú eða leggur bara þín gömlu púsl inn ef þú vilt ekki taka neitt í staðinn Ef þú vilt losna við púsl, hvort sem það er wasgij eða hefðbundið að þá byrjum við að taka á móti púslum frá og með mánudeginum 22. ágúst. En, athugið að skiptin fara eingöngu fram á Akureyrarvöku!
Lesa fréttina Skipti-Púsla-Markaður