Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Afgreiðslutími Amtsbókasafnsins um jól og áramót

Afgreiðslutími Amtsbókasafnsins um jól og áramót

Kæru safngestir. Sem betur fer ber aðfangadag upp á laugardag og það þýðir að yfir hátíðirnar (jól og áramót) verða dagarnir fáir sem safnið verður lokað (smellið á fallegu grænu myndina hér til hliðar til að sjá betur). Þetta gefur ykkur því fleiri tækifæri til að koma á bókasafnið og fá efni lánað.
Lesa fréttina Afgreiðslutími Amtsbókasafnsins um jól og áramót
Jól í Leikfangalandi

Jól í Leikfangalandi

Jonna leiðir okkur inn í jólin í Leikfangalandi í desember...
Lesa fréttina Jól í Leikfangalandi
Bærinn brennur

Brunar og Sjúkrahús

Jón Hjaltason og Magnús Stefánsson kynna bækur sínar Bærinn brennur og Svipmyndir úr sögu sjúkrahúss í eina öld
Lesa fréttina Brunar og Sjúkrahús
Barnabókakynning

Bókakynning

Akureyrarakademían í samstarfi við Amtsbókasafnið verður með bókakynningu fyrir alla fjölskylduna laugardaginn 3. desember kl. 11:30
Lesa fréttina Bókakynning
Verðlaunaafhending 30. nóvember

Ungskáld - Verðlaunaafhending

Úrslit í ritlistarsamkeppninn Ungskáld verða tilkynnt á Amtsbókasafnið á Akureyri þann 30. nóvember kl. 17:00. Dómnefndin, Arnar Már Arngrímsson, Birna Pétursdóttir, og Kött Grá Pje, stígur á stokk og kynnir þrjú bestu verkin. - Tónlistaratriði og léttar veitingar og þið eruð öll hjartanlega velkomin!
Lesa fréttina Ungskáld - Verðlaunaafhending
Ása Marin kynnir Jakobsveginn

Hefur þig dreymt um að gerast pílagrímur?

Ása Marin, höfundur skálduðu ferðasögunnar Vegur vindsins buen camino, mun vera með kynningu á Jakobsveginum nk. fimmtudag kl. 12:15. - Súper súputilboð frá Kaffi Ilmi í hádeginu - 750 kr fyrir súpu og brauð!
Lesa fréttina Hefur þig dreymt um að gerast pílagrímur?

Samverustund með ljóðskáldi

Miðvikudaginn 16. nóvember verður kynning á ljóðum Ingvars Gíslasonar í "höfuðborg hins bjarta norðurs” en úrval ljóða hans kom út fyrir skömmu undir heitinu "Úr lausblaðabók, Ljóðævi”.
Lesa fréttina Samverustund með ljóðskáldi
Viltu koma að spila?

Viltu spila?

Norrænn spiladagur á Amtsbókasafninu á Akureyri 19. nóvember 2016. Áhugafólk um spil og leiki ætti að finna eitt og annað við sitt hæfi á Amtsbókasafninu á Akureyri laugardaginn 19. nóvember næstkomandi milli klukkan 12:00 og 16:00. Góður vinur safnsins mun koma með leikjatölvur af nokkrum gerðum og leyfa fólki að prófa sitt lítið af hverju úr leikjaheiminum til viðbótar við X-box tölvuna sem fyrir er á safninu.
Lesa fréttina Viltu spila?
Kristján frá Djúpalæk

Kristján frá Djúpalæk

Í nóvember mun Héraðsskjalasafnið minnast þess að 100 ár eru frá því að Kristján Einarssonar frá Djúpalæk fæddist. Dregnar verða upp margvíslegar myndir af skáldinu sem ,,ólst upp við fátækt á afskekkri strönd“; sá broslegu hliðina á lífinu og sagði ,,Lífið er kvikmynd, leikin af stjörnum“; kynnti okkur fyrir honum Þórði sem elskaði þilför; sagði okkur frá henni Pílu pínu og talaði við hrafninn og spurði ,,Hvort ertu svartur fugl eða fljúgandi myrkur?“
Lesa fréttina Kristján frá Djúpalæk
Ert þú réttur aðili?

Veitingarekstur á safninu

Amtsbókasafnið á Akureyri óskar eftir rekstraraðila að veitingasölu á safninu. Veitingasalan er á fyrstu hæð safnsins, nálægt inngangi og anddyri og er með virkt veitingaleyfi. Veitingasalinn hefur aðgang að eldhúsi og aðstöðu fyrir gesti, en hún er samnýtt með bókasafninu, sem notar hana fyrir netkaffi, dagblöð og tímarit sem og ýmsa viðburði og fyrirlestra.
Lesa fréttina Veitingarekstur á safninu
Kvennafrí 2017

Kvennafrí 2016

Því miður er kynbundinn launamunur enn til staðar á Íslandi. Því munu þær frábæru konur sem starfa á Amtsbókasafninu leggja niður störf í mótmælaskyni klukkan 14:38 í dag 24. október. Karlarnir ætla að standa vaktina til klukkan 16:00 en þá neyðumst við til að loka safninu.
Lesa fréttina Kvennafrí 2016