Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Jólasögustund 15. desember kl. 16:00

Jóla, jóla, jóla, jóla, jóla lalala...:-)

Jólasaga - Jólaföndur - Jólahappdrætti - Jólagetraun - Jólalög - Jólasveinn kemur í heimsókn... - Hlökkum til að sjá ykkur og eiga með ykkur notalega jólastund á aðventunni í barnadeildinni ! Starfsfólk Amtsbókasafnsins
Lesa fréttina Jóla, jóla, jóla, jóla, jóla lalala...:-)
Bréf til bjargar lífi - bréfamaraþon Amnesty International

Bréf til bjargar lífi - bréfamaraþon Amnesty International

Í baráttunni fyrir mannréttindum átt þú öflugt vopn. Vopn sem getur breytt heiminum: nafnið þitt! Nýttu það á alþjóðlegu bréfamaraþoni Amnesty International til að skrifa undir kort til stjórnvalda sem brjóta mannréttindi. Tilbúin bréf til stjórnvalda verða á staðnum. Þú getur einnig sent kort til fórnarlamba mannréttindabrota.
Lesa fréttina Bréf til bjargar lífi - bréfamaraþon Amnesty International
Brrr brrr, bókum verður líka kalt!

Brrr brrr, bókum verður líka kalt!

Kæru safngestir! Lestur góðra bóka getur yljað manni vel. Nýju bækurnar rjúka út og einnig auðvitað þær eldri líka. Í kuldanum sem umvefur okkur Norðlendinga núna, þá er einnig vert að geta þess að bókum verður kalt líka. Reyndar getur kuldi farið mjög illa með bækur.
Lesa fréttina Brrr brrr, bókum verður líka kalt!
Handmálað postulín

Handmálað postulín

Í anddyri Amtsbókasafnsins hefur nú verið sett upp sýning á handmáluðu postulíni. Listamaðurinn er Gunnhildur Þórhalls og stendur sýningin út desember. Hér er á ferðinni alveg yndislega falleg sýning og mikill jólablær yfir henni.
Lesa fréttina Handmálað postulín
Jósep Heiðar Jónasson í skógræktinni.

Jólatré af Þelamörk

Líkt og undanfarin ár taka félagar úr Skógræktarfélagi Eyfirðinga á móti fólki í skógræktinni á Laugalandi á Þelamörk tvær síðustu helgarnar fyrir jól. Þar getur fjölskyldan valið sér jólatré, sagað það niður og þegið á eftir ketilkaffi eða kakó og jafnvel piparkökur með. Ketilkaffið, sem líka er kallað skógarkaffi, er hitað yfir eldi að skógarmannasið og notalegt er að hlýja sér við snarkandi eld með rjúkandi kaffi eða kakó eftir gönguna um skóginn.
Lesa fréttina Jólatré af Þelamörk
Amtsbókasafnið á Akureyri

Tilnefningar til íslensku bókmenntaverðlaunanna 2011

Tilnefningar til íslensku bókmenntaverðlaunanna eru í tveimur flokkum, flokki fagurbókmennta og í flokki fræðibóka og rita almenns efnis. Fimm bækur eru tilnefndar í hvorum flokki. Einnig eru fimm bækur tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna 2011.
Lesa fréttina Tilnefningar til íslensku bókmenntaverðlaunanna 2011
Nýtt þema í mynddiskum

Nýtt þema í mynddiskum

Eins og alþjóð (lesist: safngestir Amtsbókasafnsins á Akureyri) veit, þá er reglulega skipt um þema í tilboðsmyndum hjá okkur á bókasafninu. 1. desember markar upphaf 12. mánaðar ársins, jólamánaðarins svokallaða, og þess vegna er þemað tengt því. Þema í tilboðsmyndunum á 1. hæð fyrir desember er ...
Lesa fréttina Nýtt þema í mynddiskum
litla fallega búðin okkar

Allir fá þá eitthvað fallegt...

Skemmtileg spil og fallega hönnun má finna í litlu búðinni okkar. Múmin, Barbapapa, Einar Áskell, Lína langsokkur og fargar fleiri persónur úr barnabókmenntunum príða vöruúrvalið. Fallegar jólagjafir - Kíktu í heimsókn !
Lesa fréttina Allir fá þá eitthvað fallegt...
Nokkrar nýjar kvikmyndir

Nokkrar nýjar kvikmyndir

Bækurnar ylja okkur oft í skammdeginu, en það geta kvikmyndir gert líka. Í síðustu viku komu um 50 nýir mynddiskar á safnið til okkar. Þetta eru spennumyndir, gamanmyndir, fjölskyldumyndir, fræðslumyndir ... myndir af öllum toga. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar þeirra:
Lesa fréttina Nokkrar nýjar kvikmyndir
16 dagar

Segðu frá - 16 daga átak gegn ofbeldi

Akureyrarbær er þátttakandi í alþjóðlegu 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi sem hófst sl. föstudag með örþingi, ljósagöngu og samstöðu. Amtsbókasafnið tekur þátt í átakinu með því að vekja athygli á bókum sem fjalla um kynbundið ofbeldi á einn eða annan hátt.
Lesa fréttina Segðu frá - 16 daga átak gegn ofbeldi
Dimmalimm

Dimmalimm

Nú er hægt að fá Dimmalimm hnífapör fyrir litlu börnin. Hnífapörin eru íslensk hönnun eftir Helgu Egilsson. Sagan um Dimmalimm er mörgum hugleikinn og Helga Egilsson hönnuður notar söguna sem skreytingu á hnífapörin. Væntanlega koma diskur og bollar í sama stíl með vorinu. Fallegar gjafir fyrir litla prinsa og prinsessur :-)
Lesa fréttina Dimmalimm