Nýtt þema í mynddiskum

Eins og alþjóð (lesist: safngestir Amtsbókasafnsins á Akureyri) veit, þá er reglulega skipt um þema í tilboðsmyndum hjá okkur á bókasafninu. 1. desember markar upphaf 12. mánaðar ársins, jólamánaðarins svokallaða, og þess vegna er þemað tengt því.

Þema í tilboðsmyndunum á 1. hæð fyrir desember er "Jól og harðhausar". Nú kunna einhverjir að hvá og finnst þetta varla passa saman. En við nánari athugun er þetta ekki svo langsótt! John McClane myndi alla vega segja það stoltur að Die Hard væri hin eina sanna jólamynd. John McClane er harðhaus, þannig að hann veit hvað hann er að tala um.

Aðrir harðhausar eru t.d. Jason Statham og Rambo ... svo er spurning hvort Clark Griswald teljist vera harðhaus, en jólamynd með honum er vissulega á tilboði út desember.

Sem sagt ... Rambo, John McClane, Jason Statham, Clark Griswald, jólasveinninn ... þessir einstaklingar (ásamt mörgum fleirum) munu sjá til þess að þú njótir tilboðsmyndanna okkar í desember!

Og svo í lokin, smá skemmtileg spurning: "John McClane og Harry Potter ... hvernig tengjast þeir?" - setjið svörin endilega í athugasemdakerfið við þessa færslu!!

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan