Brrr brrr, bókum verður líka kalt!

Kæru safngestir! Lestur góðra bóka getur yljað manni vel. Nýju bækurnar rjúka út og einnig auðvitað þær eldri líka. Í kuldanum sem umvefur okkur Norðlendinga núna, þá er einnig vert að geta þess að bókum verður kalt líka. Reyndar getur kuldi farið mjög illa með bækur.

Þess vegna viljum við vinsamlegast biðja ykkur, kæru safngestir, að hugsa vel um bækurnar. Ekki skilja þær eftir úti í bíl, ef þið ætlið á bókasafnið eftir vinnudaginn. Reynið að láta þær ekki liggja úti í bíl, eða á öðrum köldum stað, í alltof langan tíma. Og ef það er snjókoma (eða rigning) ... þá er nauðsynlegt að hafa bækurnar í poka.

Stuðlum að því að sem flestir njóti bókanna í sem lengstan tíma.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan