Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan

Meðlag hækkar

Meðlag með einu barni hækkaði um áramótin í kr. 24.230. Nánari upplýsingar á www.medlag.is.
Lesa fréttina Meðlag hækkar
Samband íslenskra sveitarfélaga

Endurmenntunarsjóður grunnskóla hefur opnað fyrir umsóknir

Hlutverk Endurmenntunarsjóðs grunnskóla er að veita fé til endurmenntunar kennara og stjórnenda grunnskóla. Þeir sem hyggjast standa fyrir endurmenntun fyrir kennara og stjórnendur grunnskóla geta sótt um framlög úr sjóðnum, þar á meðal grunnskólar, skólaskrifstofur, sveitarfélög, símenntunarstofnanir, félög, fyrirtæki og aðrir. Frestur til að sækja um styrk til verkefna vegna skólaársins 2012-2013 er til og með 20. febrúar 2012.
Lesa fréttina Endurmenntunarsjóður grunnskóla hefur opnað fyrir umsóknir
Breyting á viðbótarlífeyrissparnaði

Breyting á viðbótarlífeyrissparnaði

Alþingi samþykkti rétt fyrir jól að breyta tekjuskattslögum á þann veg að heimild til frádráttar iðgjalda í viðbótarlífeyrissparnað frá tekjuskattsstofni verður 2% í stað 4% næstu þrjú ár, þ.e. frá 1. janúar 2012 til 31. desember 2014. Starfsmenn þurfa ekki að gera breytingar á samningum sínum um viðbótarlífeyrissparnað til að lækkun framlags þeirra í 2 % komi til framkvæmda frá áramótum.
Lesa fréttina Breyting á viðbótarlífeyrissparnaði
Útborgun laun um áramót

Útborgun laun um áramót

Töluvert berst þessa dagana af fyrirspurnum til starfsmannaþjónustunnar um hvernig útborgun launa verði háttað um áramótin. Fyrirkomulagið er sem hér segir: Föstudaginn 30. desember 2011 verða greidd mánaðarlaun vegna desembermánaðar til þeirra sem eru á eftirágreiddum mánaðarlaunum. Einnig verður greidd yfirvinna og álag fyrir tímabilið 16. nóvember – 15. desember til þeirra sem eru á fyrirframgreiddum og eftirágreiddum mánaðarlaunum. Mánudaginn 2. janúar 2012 verða greidd mánaðarlaun vegna janúarmánaðar 2012 til þeirra sem eru á fyrirframgreiddum mánaðarlaunum. Starfsmannaþjónustan óskar starfsfólki Akureyrabæjar gleðilegs árs og þakkar fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.
Lesa fréttina Útborgun laun um áramót
Staðgreiðsluhlutfall og persónuafsláttur 2012

Staðgreiðsluhlutfall og persónuafsláttur 2012

Fjármálaráðuneytið hefur nú birt staðgreiðsluhlutfall opinberra gjalda og persónuafslátt fyrir árið 2012. Staðgreiðsluhlutfall tekjuskatts og útsvars verður í þremur þrepum; 37,34%, 40,24% og 46,24%. Mánaðarleg tekjumiðunarmörk þrepa verða þannig að af mánaðarlegum tekjum yfir 230.000 kr. er greitt í öðru þrepi og af tekjum yfir 704.367 kr. er greitt í þriðja þrepi. Persónuafsláttur verður 46.532 krónur á mánuði. Tilkynninguna er að finna hér : http://www.fjarmalaraduneyti.is/frettatilkynningar/nr/14911
Lesa fréttina Staðgreiðsluhlutfall og persónuafsláttur 2012
Niðurstöður starfsmannakönnunar 2011

Niðurstöður starfsmannakönnunar 2011

Niðurstöður starfsmannakönnunar um heilsu, líðan og starfstengd viðhorf starfsfólks hjá Akureyrarbæ liggja nú fyrir. Könnunin var lögð fyrir starfsmenn Akureyrarbæjar í annað skiptið sl. vor en áður var könnunin lögð fyrir veturinn 2010. Niðurstöðurnar voru kynntar fyrir stjórnendum deilda og stofnana bæjarins á sérstökum fundi þann 7. desember síðastliðinn en það er þeirra verkefni að miðla niðurstöðunum áfram til starfsfólks síns. Heildarskýrsla er tilbúin og er hún meðfylgjandi þessari frétt.
Lesa fréttina Niðurstöður starfsmannakönnunar 2011
Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar

Falleg gjafakort fyrir sálina hjá SÍMEY

Hjá Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar er hægt að fá falleg gjafakort á fjölbreytt námskeið sem haldin verða í janúar 2012. Þetta eru örnámskeið sem stuðla að bættri heilsu og betri líðan. Námskeiðin eru: Eyvindur og Halla - paranámskeið, Hollráð Hugós - um samskipti foreldra og barna, Öndun og hugleiðsla - „Að sleppa takinu“ og Nærðu sálina jafnt sem líkamann.
Lesa fréttina Falleg gjafakort fyrir sálina hjá SÍMEY
Hildur Sigurðardóttir leikskólakennari

Fékk markvissa hvatningu og aðstoð - VIRK starfsendurhæfingarsjóður

Hildur Sigurðardóttir, leikskólakennari á Akureyri, hefur átt við bakveiki að stríða frá unglingsárum. Hún var greind með brjóskeyðingu og hefur tvisvar sinnum fengið brjósklos þótt hún sé aðeins 41 árs. Verkir í baki hafa lengi háð henni í starfi. „Ég gat yfirleitt stundað vinnu en þó komu dagar sem ég varð mjög slæm, það komu tímabil þar sem ég þurfti að minnka við mig starfshlutfall vegna bakverkja“ segir Hildur sem er nýútskrifuð frá Starfsendurhæfingarsjóði. Þegar Hildur leitaði til ráðgjafa VIRK var hún alveg óvinnufær vegna bakverkja en núna er hún komin í 70% starf.
Lesa fréttina Fékk markvissa hvatningu og aðstoð - VIRK starfsendurhæfingarsjóður
Jafnréttisstefna samþykkt

Ný jafnréttisstefna samþykkt

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 1. nóvember sl. nýja jafnréttisstefnu fyrir Akureyrarbæ. Endurskoðun jafnréttisstefnunnar var í höndum samfélags- og mannréttindaráðs og jafnréttisráðgjafa. Eins og áður byggist jafnréttisstefna bæjarins fyrst og fremst á ákvæðum jafnréttislaga og því hvernig vinna á að framgangi þeirra auk þess sem áherslum úr Jafnréttissáttmála Evrópu var fléttað inn.
Lesa fréttina Ný jafnréttisstefna samþykkt

Samstarfsnefnd um símenntun/starfsþróun kennara

Síðastliðið sumar gerðu Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Kennarasamband Íslands, Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Háskólinn á Akureyri, Listaháskóli Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga með sér samkomulag eða sérstaka viljayfirlýsingu um samstarf á sviði símenntunar. Stofnuð hefur verið samstarfsnefnd þessara aðila með það að markmiði að vinna að verkefnum á sviði símenntunar og starfsþróunar kennara á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi.
Lesa fréttina Samstarfsnefnd um símenntun/starfsþróun kennara

Áhugahvetjandi samtal

Námskeiðið er haldið í samstarfi við BHM. Námskeið um áhugahvetjandi samtal (Motivational Interviewing) kynnir aðferðafræði sem nýtist til að aðstoða fólk við að breyta lifnaðarháttum sínum. Fólk sem tileinkar sér þessa samtalstækni eflir færni sína til að aðstoða aðra til slíkra breytinga. Kennarar eru Héðinn Svarfdal Björnsson M.Phil. í félagssálfræði og Sveinbjörn Kristjánsson doktor í heilbrigðisvísindum.
Lesa fréttina Áhugahvetjandi samtal