Ný jafnréttisstefna samþykkt

Jafnréttisstefna samþykkt
Jafnréttisstefna samþykkt

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 1. nóvember sl. nýja jafnréttisstefnu fyrir Akureyrarbæ. Endurskoðun jafnréttisstefnunnar var í höndum samfélags- og mannréttindaráðs og jafnréttisráðgjafa. Eins og áður byggist jafnréttisstefna bæjarins fyrst og fremst á ákvæðum jafnréttislaga og því hvernig vinna á að framgangi þeirra auk þess sem áherslum úr Jafnréttissáttmála Evrópu var fléttað inn.

Endurskoðaða stefnan er sett upp á sama hátt og sú fyrri. Meginforsendur eru þær sömu og áður sem og leiðarljós. Fjórir meginkaflar eru í stefnunni: 1) stjórnkerfið, 2) starfsfólk, 3) kynbundið ofbeldi og áreitni og 4) skólar, íþrótta- og tómstundastarf. Verkefni stefnunnar eru sett fram í samráði við viðkomandi ábyrgðaraðila og í þeim tilvikum þar sem um sömu verkefni er að ræða og í núgildandi stefnu eru það fyrst og fremst áfangarnir sem voru uppfærðir.

Meðal stórra verkefna á gildistíma stefnunnar eru innleiðing kynjaðrar fjárhagsáætlanagerðar, gerð launakönnunar sem nær til alls starfsfólks og skilgreining viðmiða sem nota á við mat á stöðu jafnréttismála í skólum bæjarins.

Stefnuna má nálgast hér.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan