Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
VIRK starfsendurhæfingarsjóður

Virkur vinnustaður: Þróunarverkefni með VIRK starfsendurhæfingarsjóði

Öldurnarheimili Akureyrar og leikskólinn Pálmholt taka þátt í verkefninu virkur vinnustaður sem er þróunarverkefni í samstarfi við VIRK starfsendurhæfingarsjóð um forvarnir og endurkomu starfsfólks til vinnu eftir veikindi eða slys. Tilgangur verkefnisins er að veita stjórnendum og starfsmönnum fræðslu og aðstoð við að móta og innleiða stefnu um velferð og fjarvistir. Verkefnið hefst formlega þann 28. október nk. og því lýkur innan þriggja ára.
Lesa fréttina Virkur vinnustaður: Þróunarverkefni með VIRK starfsendurhæfingarsjóði

Nýtt vefumsjónarkerfi - verður tekið í notkun innan skamms

Akureyrarbær hefur ákveðið að skipta um vefumsjónarkerfi fyrir heimasíðu sína. Þetta þýðir að engin hreyfing verður á stjórnendahandbókinni næstu vikuna eða svo.
Lesa fréttina Nýtt vefumsjónarkerfi - verður tekið í notkun innan skamms
Nýliðafræðsla 18. og 19. október

Nýliðafræðsla 18. og 19. október

Dagana 18. og 19. október nk. verður boðið upp á fræðslu fyrir nýtt starfsfólk hjá Akureyrarbæ. Samkvæmt mannauðsstefnu Akureyrarbæjar á allt nýtt fastráðið starfsfólk að fara á nýliðanámskeið þar sem það er frætt um starfsemi og markmið Akureyrarbæjar ásamt réttindum sínum og skyldum.
Lesa fréttina Nýliðafræðsla 18. og 19. október
Námsleyfi kennara og stjórnenda grunnskóla

Námsleyfi kennara og stjórnenda grunnskóla

Stjórn Námsleyfasjóðs kennara og stjórnenda grunnskóla hefur opnað fyrir umsóknir um námsleyfi kennara og stjórnenda grunnskóla skólaárið 2012?2013. Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að við úthlutun verði sett í forgang nám sem tengist: skólaþróun og árangursríkri kennslu á unglingastigi. Umsækjendum er gert að skila inn umsóknum á rafrænu formi á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til og með 3. október 2011.
Lesa fréttina Námsleyfi kennara og stjórnenda grunnskóla
SÍMEY - námskrá haustið 2011

SÍMEY - námskrá haustið 2011

Námskrá SÍMEY fyrir haustið 2011 er nú komin út og hana má nálgast hér. Úrval sí- og endurmenntunarmöguleika er slíkt að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Starfsfólk er hvatt til að kynna sér möguleika sína til símenntunar og kanna einnig möguleika á styrkjum til símenntunar frá fræðslusjóðum stéttarfélaganna. Hér má finna upplýsingar um fræðslusjóðina.
Lesa fréttina SÍMEY - námskrá haustið 2011
Ný Innanbæjarkrónika komin út

Ný Innanbæjarkrónika komin út

Innanbæjarkrónikan er komin út og hefur verið dreift á kaffistofur starfsfólks Akureyrarbæjar auk þess sem hana má nálgast á rafrænu formi hér á starfsmannahandbókinni. Innanbæjarkrónikuna má nálgast hér.
Lesa fréttina Ný Innanbæjarkrónika komin út
Að verða hluti af heild

Að verða hluti af heild

Annað árið í röð tekur SÍMEY þátt í sí- og endurmenntun annarra starfsmanna grunnskóla Akureyrar með námskeiðinu ?Að verða hluti af heild?. Mikil ánægja hefur verið með þetta námskeið og má segja að það sé orðið hluti af starfsdögum grunnskólanna.
Lesa fréttina Að verða hluti af heild
Námsvísir Starfsmenntar fyrir haustið 2011

Námsvísir Starfsmenntar fyrir haustið 2011

Námsvísir Starfsmenntar fyrir haustið 2011 berst félagsmönnum næstu dagana en þar má sjá fjölbreytt úrval starfstengds náms fyrir opinbera starfsmenn. Að venju eru öll námskeið félagsmönnum KJALAR stéttarfélags að kostnaðarlausu sem hluti af kjarasamningsbundum réttindum þeirra til starfsþróunar, en opin öðrum gegn gjaldi.
Lesa fréttina Námsvísir Starfsmenntar fyrir haustið 2011
Tilboð til starfsmanna - Atlantsolía

Tilboð til starfsmanna - Atlantsolía

Vakin er athygli á því að starfsmenn Akureyrarbæjar sem nota dælulykla frá Atlantsolíu geta aukið afslátt sinn af eldsneytisverði með því að velja sér eina afgreiðslustöð Atlantsolíu sem aðalafgreiðslustöð. Í starfsmannahandbók Akureyrarbæjar eru upplýsingar um önnur tilboð sem starfsfólk er hvatt til þess að kynna sér.
Lesa fréttina Tilboð til starfsmanna - Atlantsolía
Ertu á leiðinni í frí? - Leiðbeiningar um skráningu fjarvista og ,,Out of office?

Ertu á leiðinni í frí? - Leiðbeiningar um skráningu fjarvista og ,,Out of office?

Á starfsmannahandbókinni er nú að finna leiðbeiningar um skráningu fjarvista í dagbók og hvernig Out of office er uppsett fyrir tölvupóstinn.  Leiðbeiningar er að finna bæði fyrir Office 2003 og Office 2010.
Lesa fréttina Ertu á leiðinni í frí? - Leiðbeiningar um skráningu fjarvista og ,,Out of office?
Hraðlestrarnámskeið - tilboð til starfsmanna

Hraðlestrarnámskeið - tilboð til starfsmanna

Hraðlestrarskólinn býður starfsmönnum Akureyrarbæjar og fjölskyldum þeirra sérstakt tilboð á hraðlestrarnámskeið sem haldið verður á Akureyri 28 .og 29. maí.
Lesa fréttina Hraðlestrarnámskeið - tilboð til starfsmanna