Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Starfslokanámskeið dagana 5. mars, 7. mars og 12. mars.

Starfslokanámskeið dagana 5. mars, 7. mars og 12. mars.

Þriðjudaginn 5. mars hefst starfslokanámskeið á vegum Akureyrarbæjar. Markmið námskeiðsins er að hjálpa starfsfólki að undirbúa starfslok vegna aldurs, aðlaga sig breyttu lífsmynstri og stuðla að innihaldsríku lífi að starfi loknu. Markhópurinn er starfsfólk eldra en 60 ára og er námskeiðið þátttakendum að kostnaðarlausu. Samstarfsaðilar að námskeiðinu eru Akureyrarbær, Sjúkrahúsið á Akureyri, Norðurorka, Kjölur og Eining Iðja.
Lesa fréttina Starfslokanámskeið dagana 5. mars, 7. mars og 12. mars.
Framlenging á tilboði á árskortum í Sundlaugar Akureyrar

Framlenging á tilboði á árskortum í Sundlaugar Akureyrar

Viðbrögð starfsmanna við tilboði á árskortum í Sundlaugar Akureyrar hafa verið góð í febrúar og því sönn ánægja að koma því á framfæri að til og með 31. desember 2013 stendur starfsmönnum Akureyrarbæjar til boða að kaupa árskort í Sundlaugar Akureyrar á 50% afslætti. Fullt verð á árskorti skv. gjaldskrá 2013 er kr. 32.500.
Lesa fréttina Framlenging á tilboði á árskortum í Sundlaugar Akureyrar

Lokað hjá starfsmannaþjónustunni vegna útborgunar

Lokað verður hjá starfsmannaþjónustunni í dag þriðjudaginn 26. febrúar og miðvikudaginn 27. febrúar vegna útborgunar. Fimmtudaginn 28. febrúar verður opið eins og venjulega frá kl. 9:00 -16:00.
Lesa fréttina Lokað hjá starfsmannaþjónustunni vegna útborgunar
Starfsmannakönnun send út í dag

Starfsmannakönnun send út í dag

Föstudaginn 22. febrúar var send út spurningakönnun til allra starfsmanna Akureyrarbæjar sem eru í meira en 30% starfshlutfalli. Könnunin verður send á netföng starfsmanna en þeir sem hafa ekki netföng munu fá upplýsingar um það á vinnustað sínum hvernig þeir geta svarað könnuninni. Í könnuninni er spurt um líðan, heilsu og starfstengd viðhorf starfsfólks sveitarfélagsins. Starfsfólk er eindregið hvatt til þess að svara spurningalistanum og leggja þannig rannsókninni lið og stuðla að bættu starfsumhverfi fyrir starfsfólk Akureyrarbæjar.
Lesa fréttina Starfsmannakönnun send út í dag
Hópafsláttur á tónleika Sigríðar Beinteinsdóttur

Hópafsláttur á tónleika Sigríðar Beinteinsdóttur

Starfsmönnum Akureyrarbæjar býðst hópafsláttur af miðum á tónleika Sigríðar Beinteinsdóttur 2. mars í Hofi. Ef pantaðir eru 10-20 miðar - 10% afsláttur af miðaverði (miðinn þá á kr. 5.850). Ef pantaðir eru 21-30 miðar - 15% afsláttur af miðaverði (miðinn þá á kr. 5.525). Ef pantaðir eru 31-40+ miðar - 20% afsláttur af miðaverði (miðinn þá á kr. 5.200).
Lesa fréttina Hópafsláttur á tónleika Sigríðar Beinteinsdóttur

Niðurstaða forsendunefndar kjarasamninga

Þann 13. febrúar skilaði forsendunefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi aðildarfélaga ASÍ, BHM, BSRB og KÍ v. SÍ, FSL, FT og FL, niðurstöðu sinni varðandi viðbrögð við breytingu kjarasamninga á almennum markaði. Samkvæmt henni verða eftirfarandi breytingar gerðar á kjarasamningum starfsmanna sveitarfélaga:
Lesa fréttina Niðurstaða forsendunefndar kjarasamninga

Starfslokanámskeið í byrjun mars

Starfslokanámskeið verður haldið dagana 5. mars, 7. mars og 12. mars. Markmið námskeiðsins er að hjálpa starfsfólki að undirbúa starfslok vegna aldurs, aðlaga sig breyttu lífsmynstri og stuðla að innihaldsríku lífi að starfi loknu. Markhópurinn er starfsfólk eldra en 60 ára og er námskeiðið þátttakendum að kostnaðarlausu. Skráning: Hjá starfsmannaþjónustu Akureyrarbæjar í síma 460-1060 eða með tölvupósti almarun@akureyri.is. Síðasti skráningardagur er föstudagurinn 1. mars.
Lesa fréttina Starfslokanámskeið í byrjun mars

Bæjarstjórn Akureyrar og borgarstjórn Reykjavíkur funda í Hofi á Akureyri

Föstudaginn 8. febrúar kl. 16.00 verður haldinn í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri sameiginlegur fundur bæjarstjórnar Akureyrar og borgarstjórnar Reykjavíkur. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, segir að markmið fundarins sé fyrst og fremst að ræða sameiginleg hagsmunamál, sem séu fjölmörg, og efla kynni borgarfulltrúa í höfuðborg Íslands og bæjarfulltrúa í höfuðstað Norðurlands.
Lesa fréttina Bæjarstjórn Akureyrar og borgarstjórn Reykjavíkur funda í Hofi á Akureyri

Launamiðar

Athygli er vakin á því að launamiðar verða ekki sendir heim með pósti eins og undanfarin ár. Frá 1. febrúar 2013 verða launamiðar vegna ársins 2012 aðgengilegir á starfsmannavefnum www.eg.akureyri.is.
Lesa fréttina Launamiðar
Lífshlaupið verður ræst í sjötta sinn miðvikudaginn 6. febrúar n.k.

Lífshlaupið verður ræst í sjötta sinn miðvikudaginn 6. febrúar n.k.

Heilsu- og hvatningarverkefnið Lífshlaupið hefst miðvikudaginn 6. Febrúar. Verkefnið höfðar til allra landsmanna og er hægt að skrá þátttöku á vefsíðu Lífshlaupsins www.lifshlaupid.is Inn á vefnum er hægt að velja um fjórar leiðir:
Lesa fréttina Lífshlaupið verður ræst í sjötta sinn miðvikudaginn 6. febrúar n.k.

Lokað hjá starfsmannaþjónustunni vegna útborgunar

Lokað verður hjá starfsmannaþjónustunni í dag þriðjudaginn 29. janúar og miðvikudaginn 30. janúar. vegna útborgunar. Fimmtudaginn 31. janúar verður opið eins og venjulega frá kl. 9:00 -16:00.
Lesa fréttina Lokað hjá starfsmannaþjónustunni vegna útborgunar