Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Sundlaug Akureyrar

Tilboð fyrir starfsmenn Akureyrarbæjar í Sundlaugar Akureyrar

Frá og með 23. janúar og út febrúar 2013 stendur starfsmönnum Akureyrarbæjar til boða að kaupa árskort í Sundlaugar Akureyrar á 50% afslætti eða kr. 16.250. Fullt verð á árskorti er kr. 32.500. Um er að ræða tilraunaverkefni og byggist áframhaldið á hversu margir nýta sér tilboðið. Starfsmenn þurfa að sýna skilríki og haus af síðasta launaseðli í afgreiðslu Sundlaugar Akureyrar til að geta tryggt sér þetta magnaða heilsueflingartilboð. Öðrum fyrirtækjum og hópum mun einnig standa til boða afsláttur af magnkaupum á árskortum í Sundlaugar Akureyrar í samræmi við samþykkt Íþróttaráðs frá 6. desember 2012. Nánar kynnt í febrúar.
Lesa fréttina Tilboð fyrir starfsmenn Akureyrarbæjar í Sundlaugar Akureyrar
Námskeið í gerð Comenius og Gruntvig samstarfsumsókna

Námskeið í gerð Comenius og Gruntvig samstarfsumsókna

Þann 15. janúar nk. verða haldin námskeið í gerð Comenius og Gruntvig samstarfsumsókna. Námskeiðið er haldið í sal Endurmenntunar HÍ en hægt er að óska eftir aðgengi að námskeiðinu í gegnum fjarfundabúnað hjá SÍMEY. Umsóknarfrestur er 21. febrúar nk.
Lesa fréttina Námskeið í gerð Comenius og Gruntvig samstarfsumsókna

Endurmenntunarsjóður grunnskóla hefur opnað fyrir umsóknir

Hlutverk Endurmenntunarsjóðs grunnskóla er að veita fé til endurmenntunar kennara og stjórnenda grunnskóla. Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir eftir umsóknum í Endurmenntunarsjóð grunnskóla vegna endurmenntunarverkefna skólaárið 2013-2014. Umsóknarfrestur er til og með 18. febrúar 2013.
Lesa fréttina Endurmenntunarsjóður grunnskóla hefur opnað fyrir umsóknir

Tími inflúensunnar að renna upp

Hin árlega inflúensa er farin að stinga sér niður og búast má við að hún gangi yfir á næstu vikum. Bólusetningin í haust var með svipuðu móti og fyrri ár, um 2300 manns á svæði HAK létu bólusetja sig. Áhersla er lögð á að þeir sem teljist hafa áhættusjúkdóma svo sem hjarta og lungnasjúkdóma, bælt ónæmiskerfi og fleira láti bólusetja sig á haustin.
Lesa fréttina Tími inflúensunnar að renna upp
SAP Skjalaskápur

SAP Skjalaskápur

Þriðjudaginn 8. janúar verður haldin kynning á SAP Skjalaskápnum. Í skjalaskápnum eru útbúin m.a. brottfarar- og breytingarblöð. Þar er einnig hægt að skoða skjöl sem fylgja starfsmanni úr ráðningarkerfi en starfsferilskrá og prófskírteini flytjast yfir í skjalaskáp við ráðningu starfsmanns.
Lesa fréttina SAP Skjalaskápur

Skatthlutföll og persónuafsláttur 2013

Fjármálaráðuneytið hefur nú birt staðgreiðsluhlutfall opinberra gjalda og persónuafslátt fyrir árið 2013.
Lesa fréttina Skatthlutföll og persónuafsláttur 2013
Jólakveðja frá bæjarlögmanni

Jólakveðja frá bæjarlögmanni

Gleðileg jól kæru samstarfsmenn. Með jólakveðju, Inga Þöll, bæjarlögmaður
Lesa fréttina Jólakveðja frá bæjarlögmanni
Jólakveðja frá Starfsmannaþjónustunni

Jólakveðja frá Starfsmannaþjónustunni

Starfsmannaþjónusta Akureyrarbæjar sendir öllum hlýjar jólakveðjur og þakkar fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Megi nýja árið færa ykkur gæfu og gleði. Með jólakveðju, Aðalborg, Alma, Björg Leós., Björg T., Dóra, Hafdís, Halla, Heimir, Ingunn, Jóhanna, Jón Stefán, Kristjana, Sigrún og Þórhildur
Lesa fréttina Jólakveðja frá Starfsmannaþjónustunni

Útborganir um áramót

Fyrirkomulag útborgana launa um áramót er sem hér segir: Föstudagur 28. desember 2012. Útborgun fer fram seinni partinn þann dag. Í þeirri útborgun verða greidd mánaðarlaun vegna desembermánaðar til þeirra sem eru á eftirágreiddum mánaðarlaunum.
Lesa fréttina Útborganir um áramót
Vinnur þú í leik- eða grunnskóla?  Viltu auka færni þína?

Vinnur þú í leik- eða grunnskóla? Viltu auka færni þína?

Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar býður eftir áramótin upp á stuðningsfulltrúabrú sem er ætluð þeim sem starfa í grunnskólum eða leikskólum. Nemendur þurfa vera orðnir 22ja ára, hafa lokið 230 kennslustunda starfstengdum námskeiðum eða sambærilegu námi og hafa að baki að minnsta kosti þriggja ára starfsreynslu af störfum við leik- eða grunnskóla við uppeldi, umönnun og menntun barna. Nemendur útskrifast sem stuðningsfulltrúar.
Lesa fréttina Vinnur þú í leik- eða grunnskóla? Viltu auka færni þína?
Félagsliðabrú - nám á vegum SÍMEY

Félagsliðabrú - nám á vegum SÍMEY

Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar býður upp á námið félagsliðabrú eftir áramótin. Félagsliðabrú er ætluð fólki sem vinnur við umönnun, t.d. á öldrunarheimilum, í heimaþjónustu, grunnskóla, eða við heimahlynningu. Þetta er fjögurra anna eininganám sem kennt er samkvæmt námsskrá menntamálaráðuneytisins. Námið er 32 einingar og eru kenndar 8 einingar á hverri önn. Þeir sem hafa lokið félagsliðabrú fá starfsheitið ,,félagsliði".
Lesa fréttina Félagsliðabrú - nám á vegum SÍMEY