Lífshlaupið verður ræst í sjötta sinn miðvikudaginn 6. febrúar n.k.

Heilsu- og hvatningarverkefnið Lífshlaupið hefst miðvikudaginn 6. Febrúar. Verkefnið höfðar til allra landsmanna og er hægt að skrá þátttöku á vefsíðu Lífshlaupsins www.lifshlaupid.is

Inn á vefnum er hægt að velja um fjórar leiðir:

  • Ef þú ert 15 ára og yngri getur þú tekið þátt í hvatningarverkefni fyrir grunnskóla.
  • Ef þú ert 16 ára og eldri getur þú tekið þátt í vinnustaðakeppni.
  • Sérstök keppni er fyrir nemendur og starfsfólk framhaldsskólanna í byrjun október.
  • Allir geta tekið þátt í einstaklingskeppni þar sem þátttakendur geta skráð niður sína daglegu hreyfingu allt árið.

Skrá má alla hreyfingu niður en hún þarf að ná minnst 30 mínútum samtals hjá fullorðnum og minnst 60 mínútum samtals hjá börnum og unglingum til að fá dag skráðan. Tímanum má skipta upp í nokkur styttri tímabil yfir daginn s.s. 10 til 15 mín í senn.

Vinnustaðakeppni Lífshlaupsins stendur frá 6. - 26. febrúar 2013 að báðum dögum meðtöldum.

Nánari upplýsingar um Lífshlaupið og skráningu gefa Jóna Hildur og Sigríður Inga í síma: 514-4000.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan