Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Eiður Þorsteinsson tekur við bókagjöfinni

Traustir starfsmenn heiðraðir

Á 150 ára afmæli Akureyrarkaupstaðar í fyrra var ákveðið að heiðra sérstaklega starfsfólk sem þá hafði unnið hjá bænum í 40 ár eða meira. Ætlunin er að gera þetta að árlegum viðburði og á afmæli bæjarins í síðustu viku, 29. ágúst, var sex einstaklingum boðið til kaffisamsætis með bæjarstjórn og yfirmönnum sínum í bæjarstjórnarsalnum í Ráðhúsinu. Þessum traustu starfsmönnum var færð bókargjöf og blómvöndur.
Lesa fréttina Traustir starfsmenn heiðraðir

Akureyrarbær hættir að senda út greiðsluseðla vegna leikskólagjalda, skólafæðis og frístundar

Akureyrarbær hefur hætt að senda út greiðsluseðla vegna leikskólagjalda, skólafæðis og frístundar. Innheimtukröfur munu því eftirleiðis eingöngu birtast í heimabönkum.
Lesa fréttina Akureyrarbær hættir að senda út greiðsluseðla vegna leikskólagjalda, skólafæðis og frístundar

Lokað hjá Starfsmannaþjónustu vegna útborgunar

Lokað verður hjá starfsmannaþjónustunni miðvikudaginn 28. ágúst og fimmtudaginn 29. ágúst vegna útborgunar. Föstudaginn 30. ágúst verður opið eins og venjulega frá kl. 9:00 -16:00.
Lesa fréttina Lokað hjá Starfsmannaþjónustu vegna útborgunar

Tíðindi af vettvangi sambandsins

Á undaförnum dögum hafa starfsmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga verið að koma aftur til starfa að loknum sumarleyfum og starfsemin að færast í eðlilegt horf.
Lesa fréttina Tíðindi af vettvangi sambandsins
Starfsfólk grunnskóla Akureyrarbæjar á námskeiði í SÍMEY

Að verða hluti af heild - haldið í fjórða sinn

Fjórða árið í röð tekur SÍMEY þátt í sí- og endurmenntun skólaliða, stuðningsfulltrúa, ritara og fleiri starfsstétta í grunnskólum Akureyrar með námskeiðinu „Að verða hluti af heild“. Mikil ánægja hefur verið með þetta námskeið og má segja að það sé orðið hluti af starfsdögum grunnskólanna. Tilgangurinn með námskeiðinu er að efla og hvetja starfsmenn í kröfuhörðum störfum fyrir komandi vetur. Það er von og trú allra sem að þessu verkefni koma að vel hafi tekist til og skili þátttakendum uppbyggilegri fræðslu sem nýtist í starfi.
Lesa fréttina Að verða hluti af heild - haldið í fjórða sinn

Námskeið á Akureyri fyrir öryggistrúnaðarmenn og verði.

Öryggistrúnaðarmenn og verðir eiga að vera til staðar á öllum vinnustöðum (vinnuverndarfulltrúar) og ber vinnustöðum (skv. lögum nr 46/1980) að sjá til þess að þessir aðilar fái tækifæri til þess að afla sér nauðsynlegrar þekkingar og menntunar varðandi aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.
Lesa fréttina Námskeið á Akureyri fyrir öryggistrúnaðarmenn og verði.

Ársskýrslan komin á vefinn

Ársskýrsla Akureyrarbæjar 2012 er nú aðgengileg á heimasíðu bæjarins ásamt eldri skýrslum allt frá árinu 2000. Í skýrslunni er stiklað á stóru í starfsemi deilda og stofnana bæjarins. Árið 2012 var með eftirminnilegum hætti fagnað 150 ára afmæli kaupstaðarins og skýrsluna prýða valdar ljósmyndir frá hátíðarhöldunum.
Lesa fréttina Ársskýrslan komin á vefinn

Innanbæjarkrónikan

Innanbæjarkrónikan er komin út og má nálgast hana á rafrænu formi í starfsmannahandbókinni http://www.akureyri.is/starfsmannahandbok/kronikan . Þá mun henni ennfremur verða dreift á pappísrformi á kaffistofur starfsfólks Akureyrarbæjar á næstu dögum.
Lesa fréttina Innanbæjarkrónikan

Lokað hjá Starfsmannaþjónustu vegna útborgunar.

Lokað verður hjá starfsmannaþjónustunni í dag miðvikudaginn 26. júní og fimmtudaginn 27. júní vegna útborgunar. Föstudaginn 28. júní verður opið eins og venjulega frá kl. 9:00 -16:00.
Lesa fréttina Lokað hjá Starfsmannaþjónustu vegna útborgunar.

Innanbæjarkróníkan

Innanbæjarkróníkan kemur næst út í ágúst. Sett hefur verið upp síða á Facebook fyrir Króníkuna og er slóðin: https://www.facebook.com/Akureyri.Kronikan. Allar ábendingar um umfjöllunarefni eru vel þegnar. Kær kveðja Ritnefndin
Lesa fréttina Innanbæjarkróníkan

Vinnuskóli 16 ára byrjar 10. júní

Starfstímabilið hjá vinnuskólanum fyrir 16 ára unglinga er 6 vikur og stendur frá 10. júní til 26. júlí. Vinnuskólinn er lokaður vikuna 8. til 12. júlí. Unnir eru 6 tímar á dag, fjóra daga vikunnar. Vinnuskólinn hefur þann háttinn á í ár að 16 ára unglingar mæta fyrstu þrjá dagana á fræðsludaga í Rósenborg en sá tími er inni í vinnutíma sumarsins sem er 144 klst. Mæta skal stundvíslega kl. 10 í Rósenborg, mánudaginn 10. júní. Það er skyldumæting á þessa daga.
Lesa fréttina Vinnuskóli 16 ára byrjar 10. júní