Námskeið á Akureyri fyrir öryggistrúnaðarmenn og verði.

Öryggistrúnaðarmenn og verðir eiga að vera til staðar á öllum vinnustöðum (vinnuverndarfulltrúar) og ber vinnustöðum (skv. lögum nr 46/1980) að sjá til þess að þessir aðilar fái tækifæri til þess að afla sér nauðsynlegrar þekkingar og menntunar varðandi aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.

Í haust verða haldin tvö námskeið á Akureyri fyrir öryggistrúnaðarmenn og verði.

  • Vinnuvernd ehf og Mannvit hf standa fyrir námskeiði sem haldið verður hjá Símey 14. og 15. október – Nánari upplýsingar.
  •  Vinnueftirlitið heldur námskeið í Lionssalnum í Skipagötu dagana 14. og 15. nóvember -  Nánari upplýsingar.

 Stjórnendur eru hvattir til þess að kynna sér þessi námskeið vel og gefa þeim öryggistrúnaðarmönnum og vörðum sem ekki hafa sótt námskeið tækifæri til að gera slíkt nú í haust.   

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan