Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan

Golfmót starfsmanna Akureyrarbæjar á föstudaginn!

Hið árlega ARTIC-NORAK golfmót starfsmanna Akureyrarbæjar verður haldið í fyrsta skipti á FÖSTUDAGINN (ef veður og vallaraðstæður leyfa). Mæting kl. 13:00 uppá Golfvöll GA við Jaðar. Þátttökugjald er 1.000.- per einstakling (greiðist á mótstað).
Lesa fréttina Golfmót starfsmanna Akureyrarbæjar á föstudaginn!

Verkefnastjórnun - vinnulag sem virkar - fjarkennsla

Námskeiðið Verkefnastjórnun – vinnulag sem virkar verður fjarkennt frá Endurmenntun Háskóla Íslands til Akureyrar og hefst námskeiðið 15. októbe. Námskeiðið er frítt fyrir félagsmenn í stéttarfélaginu Kjölur.
Lesa fréttina Verkefnastjórnun - vinnulag sem virkar - fjarkennsla

Skráning hafin á Skólaþing sveitarfélaga 2013

Skráning er hafin á Skólaþing sveitarfélaga 2013 en það verður haldið á Hilton Nordica hóteli mánudaginn 4. nóvember nk. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, setur skólaþingið en meðal fyrirlesara má nefna Anders Balle, formann danska skólastjórafélagsins, Illuga Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra og Ingvar Sigurgeirsson, prófessor við menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Lesa fréttina Skráning hafin á Skólaþing sveitarfélaga 2013

Námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og verði

Öryggistrúnaðarmenn og verðir eiga að vera til staðar á öllum vinnustöðum (vinnuverndarfulltrúar) og ber vinnustöðum (skv. lögum nr 46/1980) að sjá til þess að þessir aðilar fái tækifæri til þess að afla sér nauðsynlegrar þekkingar og menntunar varðandi aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Í haust verða haldin tvö námskeið á Akureyri fyrir öryggistrúnaðarmenn og verði.
Lesa fréttina Námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og verði

Lokað hjá Starfsmannaþjónustu vegna útborgunar

Lokað verður hjá starfsmannaþjónustunni 26, 27 og 30. september vegna útborgunar. Þriðjudaginn 1. október verður opið eins og venjulega frá kl. 9:00 -16:00.
Lesa fréttina Lokað hjá Starfsmannaþjónustu vegna útborgunar

Umsóknarfrestur um TV einingar rennur út 14. október nk.

Minni á að umsóknir um TV einingar skulu berast starfsmannaþjónustu Akureyrarbæjar fyrir 14. október 2013
Lesa fréttina Umsóknarfrestur um TV einingar rennur út 14. október nk.

Nýliðafræðsla

Samkvæmt Mannauðsstefnu Akureyrarbæjar á allt nýtt fastráðið starfsfólk að fara á nýliðanámskeið þar sem það er frætt um starfsemi og markmið Akureyrarbæjar ásamt réttindum sínum og skyldum. Miðvikudaginn 2. október nk. verður boðið upp á fræðslu fyrir nýtt starfsfólk hjá Akureyrarbæ.
Lesa fréttina Nýliðafræðsla

Niðurstöður starfsmannakönnunar 2013

Niðurstöður starfsmannakönnunar um heilsu, líðan og starfstengd viðhorf starfsfólks hjá Akureyrarbæ liggja nú fyrir. Könnunin var lögð fyrir starfsmenn Akureyrarbæjar í þriðja skiptið sl. vor en áður var könnunin lögð fyrir veturna 2010 og 2011. Niðurstöðurnar voru kynntar fyrir stjórnendum deilda og stofnana bæjarins á sérstökum fundi þann 11. september síðastliðinn en þeim er ætlað að miðla niðurstöðunum áfram til starfsfólks síns. Heildarskýrsla er tilbúin og er hún meðfylgjandi þessari frétt.
Lesa fréttina Niðurstöður starfsmannakönnunar 2013

Samgönguvikan á Akureyri

Dagana 16. til 22. september tekur Akureyrarbær þátt í Evrópsku samgönguvikunni í annað sinn en í fyrra var Akureyri meðal rúmlega 2.000 þátttakenda. Yfirskrift vikunnar að þessu sinni verður "Tært loft – þú átt leik".
Lesa fréttina Samgönguvikan á Akureyri

Hagstofa Íslands birtir í fyrsta sinn launaþróun starfsmanna sveitarfélaga

Fyrir nokkrum árum óskaði Samband íslenskra sveitarfélaga að Hagstofa Íslands birti sundurliðun á launaþróun opinberra starfsmanna eftir stjórnsýslustigi, þ.e. starfsmanna ríkis og sveitarfélaga. Hagstofan birtir nú í fyrsta sinn launaþróun starfsmanna sveitarfélaga sem nær aftur til fyrsta ársfjórðung2005 til fyrsta ársfjórung 2013.
Lesa fréttina Hagstofa Íslands birtir í fyrsta sinn launaþróun starfsmanna sveitarfélaga

Námsleyfi grunnskólakennara og skólastjórnenda 2014-2015

Námsleyfasjóður hefur opnað fyrir umsóknir um námsleyfi grunnskólakennara og stjórnenda grunnskóla skólaárið 2014–2015. Umsækjendum er gert að skila inn umsóknum á rafrænu formi. Umsóknarfrestur er til og með 1. október 2013.
Lesa fréttina Námsleyfi grunnskólakennara og skólastjórnenda 2014-2015