Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Fréttabréf Sambands íslenskra sveitarfélaga

Fréttabréf Sambands íslenskra sveitarfélaga

Fréttabréf Sambands íslenskra sveitarfélaga er komið út.
Lesa fréttina Fréttabréf Sambands íslenskra sveitarfélaga
Um 140 starfsmenn grunnskólanna á námskeiði í SÍMEY

Um 140 starfsmenn grunnskólanna á námskeiði í SÍMEY

Um 140 starfsmenn grunnskóla Akureyrarbæjar, þ.e. skólaliðar, matráðar, húsverðir, ritarar og stuðningsfulltrúar, tóku þátt í námskeiði hjá Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar (SÍMEY) dagana 19. og 20. ágúst. Boðið var upp á fræðslu og þjálfun um sjálfsstyrkingu og liðsheild, um börn með sjúkdómagreiningar (ofnæmi og sykursýki) og um mál- og talgalla. Leiðbeinendur voru Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur, Valdís Jónsdóttir talmeinafræðingur og Gróa Björk Jóhannesdóttir barnalæknir.
Lesa fréttina Um 140 starfsmenn grunnskólanna á námskeiði í SÍMEY
Keppendur á NORAK mótinu 2013

NORAK 2014 - Golfmót starfsmanna Akureyrarbæjar og Norðurorku

Heilsuráð Akureyrarbæjar og mótanefnd NORAK hafa tekið höndum saman og skipuleggja hið árlega starfsmannagolfmót Akureyrarbæjar og Norðurorku, NORAK 2014. Mótið fer fram þriðjudaginn 2. september og verður ræst af 1. teig kl. 16:30. Hægt er að koma óskum um rástíma til mótsstjórnar (sjá nánar í auglýsingu). Skráningu lýkur föstudaginn 29. september.
Lesa fréttina NORAK 2014 - Golfmót starfsmanna Akureyrarbæjar og Norðurorku
Kynlegar athugasemdir og öryggi kvenna í þjónustustörfum

Kynlegar athugasemdir og öryggi kvenna í þjónustustörfum

Lista- og hugsjónahópurinn Barningur hefur starfað undir hatti skapandi sumarstarfa hjá Akureyrarbæ í sumar. Fimmtudaginn 21. ágúst kl. 17.30, stendur hópurinn fyrir fyrirlestri í Ketilhúsinu þar sem fjallað verður um öryggi ungra kvenna í þjónustustörfum og lítillækkandi framkomu sem þær verða ítrekað fyrir við störf sín.
Lesa fréttina Kynlegar athugasemdir og öryggi kvenna í þjónustustörfum

Gönguferð á Súlur

Sunnudaginn 17. ágúst kl. 11:00 ætlar heilsuráð Akureyrarbæjar að standa fyrir gönguferð á Súlur fyrir starfsfólk bæjarins. Hittumst á Bílastæðinu við botn Súluvegar.
Lesa fréttina Gönguferð á Súlur

Launaleiðréttingar vegna nýrra kjarasamninga

Kjarasamningar Einingar-Iðju, Kjalar og SFR voru samþykktir í lok júlí. Í útborgun 1. september verða laun leiðrétt frá 1. maí.
Lesa fréttina Launaleiðréttingar vegna nýrra kjarasamninga

Uppfærsla á starfsmannavef og umsóknarvef í kvöld

Vegna uppfærslu á starfsmannavef (www.eg.akureyri.is) og umsóknarvef munu þeir liggja niðri frá klukkan 20.30 til 23.30 í kvöld.
Lesa fréttina Uppfærsla á starfsmannavef og umsóknarvef í kvöld

Auglýst eftir umsóknum um TV einingar vegna verkefna og hæfni - Athugið breyttar reglur

Akureyrarbær auglýsir eftir umsóknum um TV einingar vegna verkefna og hæfni. Vakin er athygli á því að kjarasamninganefnd hefur gert breytingar á reglum um TV einingar og umsókna- og umsagnarformum. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér reglurnar vel og nota núgildandi form fyrir umsóknir og umsagnir. Umsækjendur þurfa að skila umsóknum til embættismanna fyrir 31. ágúst nk. og umsóknir ásamt umsögnum embættismanna eiga að berast til Starfsmannaþjónustu fyrir 15. september.
Lesa fréttina Auglýst eftir umsóknum um TV einingar vegna verkefna og hæfni - Athugið breyttar reglur
Námskeið um vellíðan á vinnustað

Námskeið um vellíðan á vinnustað

Síðastliðinn vetur stóð vinnustöðum Akureyrarbæjar til boða námskeið á vegum innanhússfræðara þar sem fjallað var um líðan starfsfólks á vinnustað. Frá því í ágúst 2013 hafa verið haldin 48 námskeið á vinnustöðum bæjarins við góðar undirtektir.
Lesa fréttina Námskeið um vellíðan á vinnustað
Akureyrarhlaupið 3. júlí - Eiríkur bæjarstjóri ætlar að hlaupa, en þú?

Akureyrarhlaupið 3. júlí - Eiríkur bæjarstjóri ætlar að hlaupa, en þú?

Akureyrarhlaup Íslenskra verðbréfa og Átaks verður haldið fimmtudaginn 3. júlí 2014. Keppt verður í 5 og 10 km hlaupi og í hálfu maraþoni. Ungmennafélag Akureyrar sér um framkvæmd hlaupsins og allur ágóði af hlaupinu rennur til barna og unglingastarfs UFA.
Lesa fréttina Akureyrarhlaupið 3. júlí - Eiríkur bæjarstjóri ætlar að hlaupa, en þú?

Viðbótarlífeyrissparnaður 4% frá 1. júlí 2014

Frá og með 1. júlí 2014 fellur úr gildi tímabundin lögbundin lækkun á heimild launþega til frádráttar iðgjalda til séreignarsparnaðar frá tekjuskattsstofni. Launþegum verður því á ný kleift að greiða allt að 4% af launum í viðbótarlífeyrissparnað í stað 2% áður. Mótframlag launagreiðenda verður eftir sem áður allt að 2% gegn samsvarandi framlagi launþega. Iðgjöld þeirra sem voru við lagabreytinguna með í gildi samning um að greiða 4% af launum í viðbótarlífeyrissparnað, hækka sjálfkrafa úr 2% í 4%.
Lesa fréttina Viðbótarlífeyrissparnaður 4% frá 1. júlí 2014