Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Gönguleiðir í Kjarnaskógi

Heilsuráð stendur fyrir gönguferð í Kjarnaskógi 24. júní

Þriðjudaginn 24. júní kl. 17:30 ætlar heilsuráð Akureyrarbæjar að standa fyrir gönguferð um Kjarnaskóg fyrir starfsfólk bæjarins. Í boði verða tvær gönguleiðir. Annars vegar styttri leið sem kemur til með að taka ca. hálftíma og hins vegar leið sem tekur um klukkustund. Skógræktarfélag Eyfirðinga mun segja frá skóginum í stuttu máli og veita leiðsögn í lengri leiðinni. Leiðsögumaður mun einnig fylgja hópnum sem fer styttri leiðina. Heilsuráð hvetur alla vinnustaði til þess að nýta tækifærið og njóta útivistar saman í góðum félagsskap. Að sjálfsögðu eru vinir og vandamenn velkomnir með.
Lesa fréttina Heilsuráð stendur fyrir gönguferð í Kjarnaskógi 24. júní
Verkefnisstjórn um vinnumat grunnskólakennara

Verkefnisstjórn um vinnumat grunnskólakennara

Samband íslenskra sveitarfélaga og Félag grunnskólakennara (FG) undirrituðu kjarasamning þann 20. maí sl. Ein helsta nýjungin í þeim samningi felur í sér gerð nýs vinnumats kennara þar sem metinn verður sá tími sem kennari ver til skilgreindra verkefna. Byggt verður viðmiðum sem lögð verða til grundvallar mati á umfangi kennslu, undirbúnings, námsmats, umsjónar og þverfaglegs samstarfs. Vegna samsetningar og fjölda í nemendahópi, skráninga, skýrsluvinnu og foreldrasamskipta svo dæmi séu tekin. Verkefnisstjórn hefur verið skipuð sem hefur yfirumsjón með gerð leiðarvísis um vinnumat og mun styðja við innleiðingu þess í grunnskólum. Hana skipa 6 aðalmenn, 3 frá FG og 3 frá sambandinu, auk áheyrnarfulltrúa Skólastjórafélags Íslands (SÍ).
Lesa fréttina Verkefnisstjórn um vinnumat grunnskólakennara
Frá fundi heilsueflingarnefnda

Fundur heilsueflingarnefnda á vinnustöðum Akureyrarbæjar

Í Velferðarstefnu Akureyrarbæjar fékk Heilsuráð Akureyrarbæjar það verkefni að vinna að því að á vinnustöðum verði stofnaðar heilsueflingarnefndir. Samkvæmt stefnunni er hlutverk þeirra að stuðla að heilsueflingu og góðu vinnuumhverfi auk þess að vera tengiliðir við Heilsuráð Akureyrarbæjar. Fimmtudaginn 22. maí stóð Heilsuráð Akureyrarbæjar fyrir fundi með heilsueflingarnefndum vinnustaða Akureyrarbæjar.
Lesa fréttina Fundur heilsueflingarnefnda á vinnustöðum Akureyrarbæjar

Lokað hjá Starfsmannaþjónustu vegna útborgunar

Lokað verður hjá Starfsmannaþjónustunni 23. maí vegna útborgunar. Mánudaginn 26. maí verður opið eins og venjulega frá kl. 9:00-16:00.
Lesa fréttina Lokað hjá Starfsmannaþjónustu vegna útborgunar

Launin í Vinnuskólanum hækkuð

Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að hækka laun unglinga í Vinnuskóla Akureyrarbæjar sumarið 2014 um 3,7% til samræmis við þá hækkun sem varð á launaflokki 115 í kjarasamningi Einingar-Iðju.
Lesa fréttina Launin í Vinnuskólanum hækkuð
Ný Innanbæjarkrónika

Ný Innanbæjarkrónika

Innanbæjarkrónikan er komin út og má nálgast hana á rafrænu formi í starfsmannahandbókinni http://www.akureyri.is/starfsmannahandbok/kronikan.
Lesa fréttina Ný Innanbæjarkrónika

Áður en farið er í frí - Outlook

Í starfsmannahandbókinni er að finna leiðbeiningar um hvað þarf að gera í Outlook áður en farið er í frí.
Lesa fréttina Áður en farið er í frí - Outlook
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson

Lokað hjá fjölskyldudeild á föstudag

Fjölskyldudeild Akureyrarbæjar verður lokuð föstudaginn 9. maí en aftur verður opnað mánudaginn 12. maí kl. 8.00. Deildin veitir þjónustu skv. lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, barnaverndarlögum, lögum um málefni fatlaðs fólks, grunnskólalögum og lögum um leikskóla.
Lesa fréttina Lokað hjá fjölskyldudeild á föstudag
Hjólað í vinnuna hefst á morgun!

Hjólað í vinnuna hefst á morgun!

Hjólað í vinnuna hefst miðvikudaginn 7. maí og stendur til þriðjudagsins 27. maí. Skráning fer fram á www.hjoladivinnuna.is. Eins og undanfarin ár veitir íþróttaráð viðurkenningar til vinnustaða Akureyrarbæjar fyrir góða frammistöðu. Í fyrra fengu Síðuskóli og Öldrunarheimilið Hlíð viðurkenningu en árið 2012 Amtsbókasafnið, Leikskólinn Pálmholt og Síðuskóli.
Lesa fréttina Hjólað í vinnuna hefst á morgun!

Tilboð og afslættir fyrir starfsfólk Akureyrarbæjar

Starfsfólk er minnt á tilboðssíðu hér á Starfsmannahandbókinni sem nú hefur verið uppfærð og gerð aðgengilegri.
Lesa fréttina Tilboð og afslættir fyrir starfsfólk Akureyrarbæjar

Orlofið greitt út 12. maí

Landsbankinn mun greiða út orlof vegna yfirvinnu þann 12. maí og verður það lagt inn á launareikninga. Hafi launareikningur breyst síðasta árið er launþegum bent á að koma þeim upplýsingum til Landsbankans svo orlofsgreiðslur skili sér á réttan reikning.
Lesa fréttina Orlofið greitt út 12. maí