Um 140 starfsmenn grunnskólanna á námskeiði í SÍMEY

Um 140 starfsmenn grunnskóla Akureyrarbæjar, þ.e. skólaliðar, matráðar, húsverðir, ritarar og stuðningsfulltrúar, tóku þátt í námskeiði hjá Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar (SÍMEY) dagana 19. og 20. ágúst.

Námskeiðið er hluti af verkefninu ,,Að verða hluti af heild" sem var nú haldið í fimmta skiptið á starfsdögum í byrjun skólaársins.  Námskeiðið er hluti af fræðsluáætlun sem skipulögð var í samstarfi við SÍMEY í kjölfar MARKVISS þarfagreiningarverkefnis fyrir starfsfólk skólanna.

Í ár var boðið upp á fræðslu og þjálfun um sjálfsstyrkingu og liðsheild, um börn með sjúkdómagreiningar (ofnæmi og sykursýki) og um mál- og talgalla.

Leiðbeinendur voru Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur, Valdís Jónsdóttir talmeinafræðingur og Gróa Björk Jóhannesdóttir barnalæknir.

Styrktaraðilar námskeiðsins eru Mannauðssjóður Kjalar og Sveitamennt.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan