Bók á staur

Aukaspyrna á Akureyri
Aukaspyrna á Akureyri

Nú er komin járnbók á ljósastaur hér fyrir utan Amtsbókasafnið. Bókin er hluti af nýjasta verkefni Barnabókaseturs, sem er röð járnbóka á ljósastaurum milli Nonnahúss og Amtsbókasafnsins. Hver járnbók er í raun opna úr íslenskri barnabók og tilvalið að staldra við og lesa góðan texta sér til skemmtunar.

Bækurnar eru settar upp af Barnabókasetri Íslands sem hefur það að markmiði sínu að efla bóklestur barna og unglinga. Bækurnar prýða nú 27 ljósastaura og eru sérvaldar af Helgu Birgisdóttur, sérfræðingi í barnabókmenntum. Úrvalið á að endurspegla ólíka höfunda, mismunandi tímabil og sögur frá mismunandi stöðum á landinu.

Það er von okkar og trú að þessar bækur séu lestrarhvetjandi fyrir börn og unglinga og við fögnum því að hér er athyglinni beint að íslenskum barnabókum.

Hér er listi yfir þær bækur og þá höfunda sem urðu fyrir valinu :

  • Aukaspyrna á Akureyri - Gunnar Helgason - 2012
  • Axlabönd og bláberjasaft -  Sigrún Eldjárn - 1990
  • Ballið á Bessastöðum - Gerður Kristný - 2007
  • Benjamín dúfa - Friðrik Erlingsson - 1992
  • Blíðfinnur og svörtu teningarnir: ferðin til Targíu - Þorvaldur Þorsteinsson - 2007
  • Bókasafn ömmu Huldar - Þórarinn Leifsson - 2009
  • Brúin yfir Dimmu - Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson - 2000
  • Elías - Auður Haraldsdóttir og Valdís Óskarsdóttir - 1995
  • Fíasól í hosiló - Kristín Helga Gunnarsdóttir - 2005
  • Fugl í búri - Kristín Loftsdóttir - 1988
  • Galdur steinsins - Heiður Baldursdóttir - 1993
  • Grasaskeggur - Indriði Úlfsson -1985
  • Kossar og ólífur - Jónína Leósdóttir - 2007
  • Kristófer - Marta Hlín Magnadóttir og Birgitta Elín Hassell - 2012
  • Krókódílar gráta ekki - Elías Snæland Jónsson - 1995
  • Með bómull í skónum - Iðunn Steinsdóttir - 1994
  • Nonni og Selma: fjör í fyrsta bekk - Brynhildur Þórarinsdóttir - 2007
  • Nonni - Jón Sveinsson - 1958
  • Núll núll 9 - Þorgrímur Þráinsson - 2009
  • Peð á plánetunni jörð - Olga Guðrún Árnadóttir - 2002
  • Sagan af bláa hnettinum - Andri Snær Magnason - 1999
  • Sjáumst aftur . . . - Gunnhildur Hrólfsdóttir - 2001
  • Sossa sólskinsbarn - Magnea frá Kleifum - 1991
  • Stelpurokk - Bryndís Jóns Magnúsdóttir - 2010
  • Sænginni yfir minni - Guðrún Helgadóttir - 1987
  • Vítahringur: Helgusona saga - Kristín Steinsdóttir - 2004
  • Víti í Vestmannaeyjum - Gunnar Helgason - 2011
Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan