Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Allir lesa!

Allir lesa!

Landsleikurinn ALLIR LESA fer fram í fyrsta sinn 17. október til 16. nóvember 2014 og lýkur honum því á degi íslenskrar tungu. Þetta er einfaldur leikur sem allir geta tekið þátt í en hann felst í því að þátttakendur skrá lestur sinn í lestrardagbók á vefnum allirlesa.is og taka þátt í liðakeppni sem er í svipuðum dúr og t.d. Hjólað í vinnuna. Þau lið sem verja mestum tíma í lestur á keppnistímanum standa uppi sem sigurvegarar.
Lesa fréttina Allir lesa!
Lesum saman - Það er gaman :-)

100 Barnabækur í Hofi

Í nóvember er þemað; Börn og lestur - Börn elska bækur – Þau vita fátt betra en að hlusta á sögu og blaða í bókum með fallegum myndum og spennandi texta. Það er aldrei of snemmt að byrja að lesa fyrir börn og líklega er aldrei og seint að hætta því. Við erum öll þyrst í sögur og erum alltaf tilbúin að leggja eyrun við ef einhver les upp eða segir frá. Lesum saman - Það er gaman :-)
Lesa fréttina 100 Barnabækur í Hofi
Grýla spáir í norrænt samstarf...

Tröllasögur 10. nóvember kl. 17:00-18:30

Dagskrá í tilefni af norrænu bókasafnavikunni í samstarfi Amtsbókasafnsins og Norræna félagsins á Akureyri · Ungmenni segja „tröllasögur“ af norrænu samstarfi · Tröllaspjall í boði Valdimars Gunnarssonar · Samnorrænn upplestur · Tröllslegur félagsskapur Allir hjartanlega velkomnir!
Lesa fréttina Tröllasögur 10. nóvember kl. 17:00-18:30
Þetta vilja börnin sjá!

Þetta vilja börnin sjá

Sýning á myndskreytingum í íslenskumbarna- og unglingabókum 2013 - Þetta vilja börnin sjá! er sýning á myndskreytingum úr nýútkomnum íslenskum barnabókum. Hér á Amtsbókasafninu verður sýningin opin á afgreiðslutíma safnsins, 25. október - 22. nóvember 2014
Lesa fréttina Þetta vilja börnin sjá
Vetrarundur í múmíndal fæst hjá okkur!

Gleðilegan vetur!

Alla jafna leggjast múmínálfarnir í dvala þegar vetur gengur í garð og vakna aftur þegar geislar vorsólarinnar ná að skína yfir Einmanafjöll og verma Múmíndalinn. En, eitt sinn vaknaði Múmínsnáðinn af værum blundi er skammt var liðið á vetur og uppgötvaði að dalurinn hans var fullur af lífi. Múmínkanna vetrarins er einmitt tileinkuð Vetrarundrum í Múmíndal og fæst hér hjá okkur :-)
Lesa fréttina Gleðilegan vetur!
Ráðgjafi óskast

Ráðgjafi óskast

Við Amtsbókasafnið á Akureyri er starfandi notendaráð. Það er skipað sex einstaklingum af báðum kynjum og á ýmsum aldri sem allir eiga það sameiginlegt að hafa áhuga á starfsemi bókasafnsins.
Lesa fréttina Ráðgjafi óskast
Tjáðu þig í texta!

Ung skáld AK 2014

Ertu ungskáld á Akureyri á aldrinum 16-25 ára? Taktu þá þátt í samkeppni um besta ritaða textann s.s. ljóð, sögur, leikrit og svo framvegis. Þrenn verðlaun í boði fyrir mestu snilldina! Síðasti skiladagur er föstudagurinn 1. nóvember.
Lesa fréttina Ung skáld AK 2014
Allir lesa!

Allir lesa hefst í dag!

Í dag, 17. október hefst landsleikur í lestri, Allir lesa!. Þátttakendur skrá lestur sinn í lestrardagbók á vefnum allirlesa.is og taka þátt í leiknum með því að vera í liði eða liðum. Viðskiptavinir Amtsbókasafnsins eru hvattir til þess að ganga til liðs við Amtsbókasafnið á vefnum allirlesa.is. Amtsbókasafnið á Akureyri verður með ýmislegt í boði í tilefni lestrarlandsleiksins:
Lesa fréttina Allir lesa hefst í dag!
Fólkið í landinu

100 Íslendingabækur

Í október er þemað; Íslendingar - Íslendingar eru af öllum stærðum og gerðum og líklega eins misjafnir og þeir eru margir. Hér er samsafn bóka um fólkið, lífið og tilveruna á Íslandi fyrr og nú. Hér eru menn og málefni í ýmsu samhengi, ástir, örlög, afrek, strit og glens, svo eitthvað sé nefnt. Endilega lesið og fræðist um fólkið í landinu!
Lesa fréttina 100 Íslendingabækur
Ljósmyndasýning

Ljósmyndasýning

Hafnir eru staðir sem hlaðnir eru orku og bera vitni um ýmsar tæknilegar og efnahagslegar breytingar í gegnum aldirnar. Gamlar hafnarborgir bjóða upp á margs konar byggingarlag með króka og skúmaskot sem fela í sér leynda fegurð. Í niðurnýddri vörugeymslu eða á gamalli bryggju uppgötvar ljósmyndarinn óvænt, friðsæl og töfrandi myndefni.
Lesa fréttina Ljósmyndasýning
Lokað fimmtudag og föstudag.

Lokað fimmtudag og föstudag.

Lesa fréttina Lokað fimmtudag og föstudag.