100 Barnabækur í Hofi

Lesum saman - Það er gaman :-)
Lesum saman - Það er gaman :-)

Amtsbókasafnið og Menningarhúsið Hof vinna saman að dagskrá þar sem fjallað er um ritlist og bókmenntir á einn eða annan hátt.  Markmiðið með samstarfinu er meðal annars að auka sýnileika ritlistar og bókmennta í samfélaginu.

BÓKAHILLAN
Bókahillu hefur verið komið fyrir á veitingastaðnum í Hofi, 1862 Nordic Bistro, og geta gestir og gangandi gluggað í bækurnar í hillunni. Amtsbókasafnið sér um að fylla á hilluna en bókunum er skipt út mánaðarlega og í hverjum mánuði er ákveðið þema.

Lengi býr að fyrstu gerð...

Í nóvember er þemað; Börn og lestur

Börn elska bækur – Þau vita fátt betra en að hlusta á sögu og blaða í bókum með fallegum myndum og spennandi texta.

Það er aldrei of snemmt að byrja að lesa fyrir börn og líklega er aldrei og seint að hætta því. Við erum öll þyrst í sögur og erum alltaf tilbúin að leggja eyrun við ef einhver les upp eða segir frá.

Lesum saman - Það er gaman :-)

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan