Mannauðsstefna Akureyrarbæjar - atvinnurekstur eða umboðsstarfsemi starfsmanna

Samkvæmt mannauðsstefnu Akureyrarbæjar er starfmönnum óheimilt að stofna til eigin atvinnurekstrar eða umboðsstarfsemi, gegna starfi í þjónustu annarra eða ganga í stjórn atvinnufyrirtækis, nema með leyfi yfirmanns.

Þá er starfsfólki óheimilt að stunda starfsemi sem telja má að sé í samkeppni við starfsemi bæjarins eða vinnustað viðkomandi.

Starfsmenn Akureyrarbæjar verða að hafa í huga almennar hæfisreglur sem gilda um starfsmenn sem fara með mál innan stjórnsýslunnar eða við gerð samninga um kaup, sölu eða verktöku.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan