Tilraun með bakgrunnsmynd í 3 daga

Þjónustustefna Akureyrarbæjar var samþykkt í bæjarstjórn í febrúar 2010 og er því tveggja ára gömul um þessar mundir.

Til þess að minna á stefnuna verður gerð tilraun. Tilraunin, sem var samþykkt á embættismannafundi 8. febrúar, felst í því að setja upp bakgrunnsmynd í tölvum starfsmanna Akureyrarbæjar sem verður þar í þrjá daga.

Bakgrunnsmyndin er af okkar fagra bæ og á henni er lógó með gildunum þremur – fagleg, lipur og traust – efst í hægra horninu.  Notuð er skammstöfunin FLOTT – FAGLEG, LIPUR OG TRAUST.

Lógóið flotta má einnig sjá á plakati fyrir árshátíðina okkar sem dreift hefur verið á vinnustaði Akureyrarbæjar.  

Bakgrunnsmyndina má sjá hér

Mánudaginn 20. febrúar mun þessi bakgrunnsmynd birtast á tölvum starfsmanna Akureyrarbæjar (þ.e.a.s. ef tilraunin okkar tekst fullkomlega).

23. febrúar geta allir skipt aftur í bakgrunnsmynd að eigin vali.

Í framhaldinu verður hægt að sækja FLOTT-myndina í starfsmannahandbók – http://www.akureyri.is/starfsmannahandbok/thjonustustefna

 

Með ósk um góðar viðtökur,

Starfshópur um innleiðingu á þjónustustefnu Akureyrarbæjar

Dagný Harðardóttir, skrifstofustjóri Ráðhúss

Hólmkell Hreinsson, amtsbókavörður

Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir, deildarstjóri í Oddeyrarskóla

Ólafur Örn Torfason, forstöðumaður á búsetudeild

Ingunn Helga Bjarnadóttir, verkefnastjóri starfsþróunar

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan