Leikfélag Akureyrar tilboð á Leigumorðingjann

Leikfélag Akureyrar sýnir nú Leigumorðingjann, sem er sérstætt og gráglettið verk um ástina og dauðann. Við bjóðum starfsmönnum Akureyrarbæjar upp á einstaklega glæsilegan hópafslátt á þessa sýningu en það hljómar þannig að hópar sem eru undir 80 manns fá miðann á 3.500.-kr en stærri hópar fá miðann á 3.000.-kr. Almennt miðaverð er 4.400.-kr og er því um 20-30% afslátt að ræða.

Söguþráður

Verkið fjallar um Henri Boulanger sem eftir fimmtán ára starf hjá hinu opinbera er sagt upp störfum. Í geðshræringu sinni gerir hann tilraun til þess að taka eigið líf. Tilraunin misheppnast og í kjölfarið ákveður Henri að ráða sér leigumorðingja til þess að ljúka verkinu. Skömmu síðar hittir Henri hins vegar blómasölustúlkuna Margréti og verður gjörsamlega hugfangin af henni. Henri kýs því að láta hjartað ráða för og hyggst rifta samningnum um eigið sjálfsmorð, en kemst að raun um að barinn hefur verið jafnaður við jörðu og honum reynist því ómögulegt að hafa uppi á hinum ókunna leigumorðingja ...

Leigumorðinginn

Í uppfærslunni er skemmtileg nálgun á leikhúsið og sýningin sannkölluð veisla fyrir augað. Einstaklega sterkur leikhópur undir stjórn Egils Heiðars Antons Pálssonar sem einnig semur leikgerðina upp úr mynd Aki Kaurismakis. Egill Ingibergsson vinnur upp úr myndefni frá Heklu Björt Helgadóttir hreyfimyndir sem hafa vakið verðskuldaða athygli og Georg Kári Hilmarsson (Goggi í Sprengjuhöllinni) semur tónlist fyrir félaga úr harmonikkufélagi Eyjafjarðar sem sýna stórleik í sýningunni. Egill sér einnig um lýsingu og sviðsmynd. Helga Mjöll Oddsdóttir hannaði búninga og kemur fram í eigin persónu.

 Hér má sjá dóma um sýninguna:

 "Lofar góðu fyrir íslenskt leikhúslíf." Valgerður H. Bjarnadóttir í Djöflaeyjunni

 "Afhjúpandi og ögrandi reynsla sem gerir kröfur til áhorfandans þótt allt sé þetta meira og minna bráðskemmtilegt líka." Björn Þorláksson, Akureyri vikublað

 Ummæli gesta:

 "Vertu viðbúin óvenjulegri nálgun, klár í að hlægja þegar þú ert ekki viss um hvort það er við hæfi og skynja finnska comedíu þar sem ekkert er heilagt." –Baldur Dýrfjörð

 "Ef maður hlær ekki af þessu þá er eitthvað að toppstykkinu." – Dandi í JMJ

Miðasala og frekari upplýsingar eru á www.leikfelag.is og í miðasölu leikfélagsins í síma 4 600 200 á milli 13 og 17 alla virka daga.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan