16 daga átak gegn kyndbundnu ofbeldi.

Dagana 25. nóv - 10. des stendur yfir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið hefur í frá 1991  unnið að því að draga kynbundið ofbeldi fram í dagsljósið sem mannréttindabrot. Hópar og samtök um allan heim nýta átakið til að krefjast aðstoðar og stuðnings til handa fórnarlömbum ofbeldis, til að styrkja forvarnastarf og þrýsta á um breytingar á löggjöf til að bæta réttarstöðu þolenda. Þá hefur átakið verið nýtt til að stuðla að því alþjóðlegum mannréttindareglum sé beitt til að vinna gegn kynbundu ofbeldi sem mannréttindabroti, heilbrigðisvandamáli og ógn við mannfrelsi og frið um allan heim.

Akureyrarbær hefur tekið þátt í átakinu í mörg ár ásamt stofnunum og félagasamtökum.

Dagskrána fyrir þessa daga má finna hér

Allir að kynna sér dagskrána og taka þátt.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan