Samgönguvikan á Akureyri

Dagana 16. til 22. september tekur Akureyrarbær þátt í Evrópsku samgönguvikunni í annað sinn en í fyrra var Akureyri meðal rúmlega 2.000 þátttakenda. Yfirskrift vikunnar að þessu sinni verður "Tært loft – þú átt leik".

Meginmarkmið Evrópskrar samgönguviku er að vekja almenning til umhugsunar um eigin ferðavenjur og fjölga þeim sem ganga, hjóla eða nota almenningssamgöngur. Fastur viðburður í Evrópskri samgönguviku er Bíllausi dagurinn, 22. september, sem í ár er sunnudagur.

Dagskrá Evrópskrar samgönguviku á Akureyri 2013 verður auglýst þegar nær dregur en nánari upplýsingar má finna áhttp://www.facebook.com/samgonguvika og á alþjóðlegri heimasíðu Evrópskrar samgönguviku http://www.mobilityweek.eu.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan