Hagstofa Íslands birtir í fyrsta sinn launaþróun starfsmanna sveitarfélaga

Fyrir nokkrum árum óskaði Samband íslenskra sveitarfélaga að Hagstofa Íslands birti sundurliðun á launaþróun opinberra starfsmanna eftir stjórnsýslustigi, þ.e. starfsmanna ríkis og sveitarfélaga. Hagstofan birtir nú í fyrsta sinn launaþróun starfsmanna sveitarfélaga sem nær aftur til fyrsta ársfjórðung2005 til fyrsta ársfjórung 2013.

Framvegis mun Hagstofan birta launavísitölu ársfjórunglega helstu launþegahópa á vinnumarkaði sem eru starfsmenn á almennum vinnumarkaði, hjá ríki og sveitarfélögum. Launavísitalan sýnir þróun reglulegra launa sem eru laun fyrir umsaminn vinnutíma á mánuði, hvort sem um er að ræða dagvinnu eða vaktavinnu. Þau eru reiknuð bæði fyrir fullvinnandi launamenn og starfsfólk í hlutastarfi. Laun einstaklinga í hlutastarfi eru umreiknuð í fullt starf.

 

Mynd 1 sýnir þróun launa þar sem grunnur er meðaltal ársins 2005 til fyrsta ársfjórðung 2013. Á þessu tímabili hafa laun á almennum vinnumarkaði hækkað um 72,6% hjá ríki um 62,6% og hjá sveitarfélögum um 65,6%. Á sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um 67,5 % sem þýðir að kaupmáttur launa á almennum vinnumarkaði hefur vaxið um 3% að meðaltali en dregist saman meðal starfsmanna á opinberum vinnumarkaði. Það ber að undirstrika að breytingar launa hafa verið afar misjafnar eftir launþegahópum.

Kjarasamningar á grundvelli stöðuleikasáttmálans 2009 og almennir kjarasamningar 2011 kváðu á um meiri hækkanir á lægri launatöxtum sem m.a. hafa leitt til þess að lægstu launataxtar Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands hafa hækkað um 106,3% frá fyrsta ársfjórungi 2005 til fyrsta ársfjórungs 2013. Yfir sama tímabil hafa byrjunarlaun skólaliða II hjá sveitarfélögum hækkað um 109,4%.

 

Mynd 2 sýnir þróun kaupmáttar launa helstu launþegahópa. Á myndinni má greina að staða kaupmáttar launa opinberra starfsmanna á fyrsta ársfjórðungi 2013 er nálægt stöðunni eins og hún var á fyrri hluta árs 2005. Hins vegar er staðan á almennum vinnumarkaði ívið betri eða svipuð eins og hún var á síðari hluta árs 2006.

Að lokum ber að þakka starfsmönnum Hagstofu Íslands fyrir það að auka við upplýsingar um þróun launa á íslenskum vinnumarkaði.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan