Sumarhátíð vinnuskólans

Vinnuskólanemar gerðu sér glaðan dag í Kjarnaskógi 7. júlí síðastliðinn. Það var ýmislegt brallað í skóginum fagra. Þar var keppt í strandblaki, stígvélasparki, kubb og þrautaboðhlaupum.

Unglingarnir komu síðan á óvart með flottum danstöktum við vinnuskóladansinn sem Urður Frostadóttir samdi og kenndi þeim. Að lokum sáu Svavar Magnússon og Hermann Smelt um brekku/sléttusöng sem ómaði um svæðið öðrum gestum skógarins til mikillar ánægju. Að sjálfsögðu þurti að næra þessa flottu starfsmenn og var grillað pylsur ofaní framtíðar starfsmenn Íslands.

Kíkið endilega á nýjar myndir frá starfi vinnuskólans á Facebooksíðu hans

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan