Öldrunarheimili Akureyrarbæjar auglýsa eftir körlum til umönnunarstarfa

Öldrunarheimili Akureyrarbæjar (ÖA) auglýsa nú sérstaklega eftir karlmönnum til umönnunarstarfa. Markmið ÖA er að leiðrétta ójafnt kynjahlutfall starfsmanna en karlkyns starfsmenn eru þar í miklum minnihluta.

Jafnréttisstefna Akureyrarbæjar og jafnréttisáætlun ÖA gerir ráð fyrir að sérstaklega sé unnið að því að jafna stöðu kynjanna innan starfsgreinar og að störf flokkist ekki í sérstök kvenna- eða karlastörf. Í þessu skyni skuli gæta jafnræðis í ráðningum og einnig beita sértækum aðgerðum til að rétta kynjahalla í störfum.

Á þessum forsendum er nú auglýst sérstaklega eftir körlum til starfa við ÖA.  Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, kveða jafnframt á um heimild til að auglýsa sérstaklega eftir öðru kyni í störf „ef tilgangur auglýsandans er að stuðla að jafnari kynjaskiptingu innan starfsgreinarinnar og skal það þá koma fram í auglýsingunni“.

Auglýsinguna má sjá hér.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan