Þjónandi leiðsögn - Ráðstefna í september

Í 3. tbl. 2016 (76. árg.) tímaritsins Sveitarstjórnarmál rita Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar og Kristinn Már Torfason forstöðumaður Þrastarlundar og sambýlis að Jörvabyggð hjá búsetudeild og varforseti Alþjóðasamtaka þjónandi leiðsagnar, grein um áherslur þjónandi leiðsagnar og alþjóðlega ráðstefnu sem haldin verður  á Akureyri 13. til 15. september 2016.

Yfirskrift greinarinnar er þjónandi leiðsögn og er þar leitast við að gefa yfirlit um helstu áherslur og hugmyndafræðilegan grunn þjónandi leiðsagnar. Lýst er samstarfi Öldrunarheimila Akureyrar og búsetudeildar við innleiðingu þjónandi leiðsagnar í málefnum aldraðra og hvernig þjónandi leiðsögn megi nota til að mæta þörfum notenda. Fjallað er um fræðsluverkefni starfsmanna búsetudeildar og ÖA meðal annarra sveitarfélaga og loks um þema ráðstefnunnar sem haldin verður á Akureyri dagana 13. til 15. september 2016.

Greinina má lesa hér.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan