Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Myndlistarsýning eftir listakonuna Jóhönnu Báru Þórisdóttur í Bæjarstjórnarsalnum.

Myndlistarsýning eftir listakonuna Jóhönnu Báru Þórisdóttur í Bæjarstjórnarsalnum.

Opnuð hefur verið myndlistasýning eftir listakonuna Jóhönnu Báru Þórisdóttur í Bæjarstjórnarsalnum á 4. hæð í Ráðhúsinu. Jóhanna Bára er starfsmaður Akureyrarbæjar og í tilefni af hálfrar aldar afmæli hennar var hún með listasýningu í Deiglunni í sumar. Eftir áskorun frá samstarfsfólki tók hún þá ákvörðun að hafa myndir sínar til sýnis í bæjarstjórnarsalnum. Jóhanna leggur áherslu á litagleði og húmor í allri sköpun sem endurspeglast vel í myndlist og handverki hennar. Hún hefur í nokkur ár málað myndir af afturendum íslenskra húsdýra sem hún kallar rassar í sveit. Að þessu sinni gerir hún tilraun til að brjótast út úr því formi en hún er ennþá nátengd náttúrunni og má sjá norðlensku fjöllin í mörgum verka hennar. Hún leikur sér með form og liti og reynir að skapa róandi stemmingu með mildum litum. Áhorfandinn fær frelsi til að túlka myndefnið og fær nú að ráða hvort rassarnir í sveitinni eru með á myndinni eða ekki. Að auki tekur hún nokkur skref inn í bæinn og skoðar hús og blokkir og leikur sér með sterka og bjarta liti.
Lesa fréttina Myndlistarsýning eftir listakonuna Jóhönnu Báru Þórisdóttur í Bæjarstjórnarsalnum.
Fjórir starfsmenn heiðraðir

Fjórir starfsmenn heiðraðir

Þann 7. september síðastliðinn voru fjórir starfsmenn sem unnið hafa hjá Akureyrarbæ í 40 ár eða lengur heiðraðir fyrir vel unnin störf. Þetta eru þau Helgi Friðjónsson verkstjóri ferliþjónustu, Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi, Regína Þorbjörg Reginsdóttir starfsmaður á öldrunarheimilinu Hlíð og Sigurður Gunnarsson byggingastjóri hjá umhverfis- og mannvirkjasviði bæjarins. Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri Helgi, Hrafnhildur, Sigurður, Regína og Matthías Rögnvaldsson forseti bæjarstjórnar Akureyrar.
Lesa fréttina Fjórir starfsmenn heiðraðir
Mannauðsstefna Akureyrarbæjar

Mannauðsstefna Akureyrarbæjar

Mannauðsstefna Akureyrarbæjar var endurskoðuð og samþykkt síðastliðið haust - í kjölfar þeirra stjórnsýslubreytinga sem tóku gildi 1. janúar 2017 var hún endurskoðuð og uppfærð í samræmi við það, sú endurskoðun var samþykkt af bæjarráði þann 6. júlí 2017. Mannauðsstefnuna má finna með því að smella HÉR og er starfsfólk hvatt til þess að kynna sér innihald hennar.
Lesa fréttina Mannauðsstefna Akureyrarbæjar
Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands (FÍ)

Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands (FÍ)

Heilsuráð Akureyrarbæjar vill vekja athygli á Lýðheilsugöngum Ferðafélags Íslands (FÍ) í september. Í tilkynningu frá FÍ segir: Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands (FÍ) verða á öllu landinu nú í september og eru einn af hápunktunum í glæsilegri afmælisdagskrá FÍ en félagið fagnar 90 ára afmæli á árinu. Göngurnar munu fara fram alla miðvikudaga í septembermánuði kl. 18:00. Þetta eru fjölskylduvænar göngur sem taka u.þ.b. 60-90 mínútur og er tilgangur þeirra að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði. Á Akureyri verður farið frá skrifstofu Ferðafélags Akureyrar, Strandgötu 23, alla miðvikudaga kl. 18:00 í september (6/9, 13/9, 20/9 og 27/9). Þátttaka er gjaldfrjáls og er skráning á heimasíðu verkefnisins: http://lydheilsa.fi.is/ Nánari upplýsingar má finna með því að smella HÉR og á ofangreindri vefsíðu.
Lesa fréttina Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands (FÍ)
Markþjálfunarnám að hefjast hjá SÍMEY

Markþjálfunarnám að hefjast hjá SÍMEY

Starfsmönnum er bent á hagnýtt nám hjá SÍMEY sem er að hefjast í byrjun september. Námið hentar öllum sem vilja bæta sig í samskiptum.
Lesa fréttina Markþjálfunarnám að hefjast hjá SÍMEY
Fræðsluáætlun 2017-2020 fyrir starfsfólk grunnskólanna

Fræðsluáætlun 2017-2020 fyrir starfsfólk grunnskólanna

Fræðsla fyrir starfsfólk grunnskóla Akureyrarbæjar, aðra en kennara fór fram í SÍMEY um miðjan ágúst. Fræðslan er liður í þriggja ára fræðsluáætlun, sem er ávöxtur umfangsmikils samstarfs SÍMEY og fræðslusviðs Akureyrarbæjar. Unnin var þarfagreining innan grunnskóla Akureyrarbæjar, var m.a. gerð viðhorfskönnun meðal starfsfólks skólanna og unnin starfagreining. Í kjölfarið var myndaður stýrihópur sem í voru sjö starfsmenn grunnskólanna, ásamt einum skólastjóra og einum starfsmanni fræðslusviðs. Vann hópurinn með ráðgjöfum SÍMEY að mótun fræðslustefnu næstu þriggja ára. Tekur stefnan mið af þeim óskum og þörfum sem komið hafa fram bæði í áðurnefndum stýrihópi og beint frá starfsmönnum grunnskóla Akureyrarbæjar.
Lesa fréttina Fræðsluáætlun 2017-2020 fyrir starfsfólk grunnskólanna
Námskeið hjá Starfsmennt – fræðslusetri

Námskeið hjá Starfsmennt – fræðslusetri

Starfsfólki í Kili – stéttarfélagi starfsmanna í almannaþjónustu er bent á að öll námskeið á vegum Starfsmenntar eru þeim að kostnaðarlausu. Nánari upplýsingar eru að finna á síðu Starfsmenntar, smennt.is.
Lesa fréttina Námskeið hjá Starfsmennt – fræðslusetri
Myndband um starfsendurhæfingarferilinn

Myndband um starfsendurhæfingarferilinn

Sérfræðingar VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs hafa unnið stutt myndband með auglýsingastofunni PIPAR með það að markmiði að skýra starfsendurhæfingarferilinn, hvernig hann snýr að einstaklingnum sem nýtir sér þjónustuna. Myndbandið má finna á vef VIRK og á Youtuberás VIRK.
Lesa fréttina Myndband um starfsendurhæfingarferilinn

Ný Innanbæjar-Krónika

Hægt er að nálgast hana hér..
Lesa fréttina Ný Innanbæjar-Krónika
Niðurstöður tilraunaverkefnis um hljóðvist í leikskólum

Niðurstöður tilraunaverkefnis um hljóðvist í leikskólum

Akureyrarkaupstaður, Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, Kennarasamband Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga, Umhverfisstofnun og Vinnueftirlitið fóru haustið 2015 af stað með tilraunaverkefni sem ætlað var að kortleggja hvað í starfsumhverfi leikskóla valdi mestum hávaða og hvaða leiðir eru bestar til að sporna við hávaða og bæta hljóðvist í leikskólum. Samband íslenskra sveitarfélaga greinir frá þessu verkefni á heimasíðu sinni þar sem stiklað er á stóru um helstu niðurstöður. Við hvetjum alla til þess að kynna sér þetta áhugaverða verkefni - fréttina má finna HÉR og skýrslu með heildarniðurstöðum verkefnisins HÉR.
Lesa fréttina Niðurstöður tilraunaverkefnis um hljóðvist í leikskólum
Heilsupistill Heilsuverndar

Heilsupistill Heilsuverndar

Vakin er athygli á nýjum heilsupistli frá Heilsuvernd - umfjöllun mánaðarins er Heilbrigðar matarvenjur, endilega kynnið ykkur pistilinn og athugið hvort að þar sé að finna gagnlega punkta. Pistilinn má nálgast með því að smella HÉR.
Lesa fréttina Heilsupistill Heilsuverndar