Fræðsluáætlun 2017-2020 fyrir starfsfólk grunnskólanna

Fræðsla fyrir starfsfólk grunnskóla Akureyrarbæjar, aðra en kennara fór fram í SÍMEY um miðjan ágúst. Fræðslan er liður í þriggja ára fræðsluáætlun, sem er ávöxtur umfangsmikils samstarfs SÍMEY og fræðslusviðs Akureyrarbæjar. Unnin var þarfagreining innan grunnskóla Akureyrarbæjar, var m.a. gerð viðhorfskönnun meðal starfsfólks skólanna og unnin starfagreining. Í kjölfarið var myndaður stýrihópur sem í voru sjö starfsmenn grunnskólanna, ásamt einum skólastjóra og einum starfsmanni fræðslusviðs. Vann hópurinn með ráðgjöfum SÍMEY að mótun fræðslustefnu næstu þriggja ára. Tekur stefnan mið af þeim óskum og þörfum sem komið hafa fram bæði í áðurnefndum stýrihópi og beint frá starfsmönnum grunnskóla Akureyrarbæjar.

Nú er byrjað að vinna eftir fyrirliggjandi fræðsluáætlun og var í ágúst boðið upp á þrjú ólík námskeið fyrir starfsfólk grunnskólanna, aðra en kennara. Í fyrsta lagi var Eyrún Kristína Gunnarsdóttir með fræðslu um greiningar og sérþarfir barna, Helga Hauksdóttir og Helgi Þ. Svavarsson ræddu um fjölmenningu í skólum og Edda Björgvinsdóttir flutti fyrirlestur sem hún kallaði „Húmor og vinnugleði“.

Nánari upplýsingar er hægt að finna með því að smella hér.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan